Samfélagsmiðlar

Dýrustu hótelherbergi í heimi

Þeir ferðamenn sem gera kröfur um einkapíanista, þyrlupall og sinn eigin kokteilbar eru sennilega ekki í lesendahópi Túrista. En fljótt skipast veður í lofti. Hér er því listi yfir tíu dýrustu hótelherbergi í heimi. Upptalningin gæti gagnast einhverjum þegar fram líða stundir.

10. Imperial svítan á Park Hyatt Vendôme í París

Borðstofan í svítunni er tvö hundruð fermetrar og svalirnar sextíu. Það er einnig bar, sauna og nuddbekkir á herberginu. Nóttin kostar um tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

9. Konunglega svítan, Four Seasons George V, París

Rókokkó mublurnar eru allt í öllu á dýrasta herberginu á þessu lúxus hóteli í París. Anddyrið er úr hreinum marmara.

8. Royal Armleder svítan á Le Richemond hótelinu í Genf

Af risastórum svölunum er útsýni yfir borgina og Alpana. Það eru mósaík flísar á veggjum, fínustu tréfjalir á gólfum og í gluggunum eru skotheld gler. Sólarhringsdvöl kostar rúmar tvær milljónir króna.

7. Konunglega svítan, Burj Al Arab, Dubaí

Þeir sem leigja þessa svítu geta ráðið hvort þeir eru sóttir út á flugvöll í Rolls Royce eða þyrlu. Þegar inn er komið er svo nægt pláss því fermetranir eru tæplega átta hundruð og þar er meðal annars að finna lítinn bíósal. Á baðherberginum er allt merkt lúxus vörumerkinu Hermés.

6. Svítan á Ritz-Carlton hótelinu í Moskvu

Af nýríkum Rússum er nóg og því skal ekki undra að í höfuðborginni sé nægt úrval af glæsilegum hótelum. Svítan á Ritz ber þar af. Gestirnir þurfa ekki annað en að smella fingri ef þeir vilja snæða fimm rétta máltíð á meðan þeir virða fyrir sér útsýnið yfir Rauða torgið.

5. Brúarsvítan á Atlantis resort á Bahamas

Þessi tíu herbergja svíta hefur hýst marga fræga. Þar á meðal konung poppsins, Michael Jackson og nafna hans Jordan. Nóttin kostar sem samsvarar þremur milljónum íslenskra króna.

4. Konunglega penthouse svítan á President Wilson Hotel í Genf

Það eru sex baðherbergi en bara fjögur svefnherbergi á þessari svítu. Líkt og á svítunni á Le Richmond hótelinu í sömu borg þá eru einnig skotheldar rúður hér. Fjórar milljónir króna kostar ein nótt í þessu híbýlum sem hafa að geyma kokteilbar sem rúmar fjörtíu manns.

3. Ty Warner penthouse, Four seasons hótelið í New York

Sjónvarpssjúklingar fá eitthvað fyrir sinn snúð hér því loftnetið nær öllum sjónvarpsstöðvum í heiminum. Þeir sem vilja hins vegar frekar horfa út um gluggann geta notið útsýnisins yfir borgina. Það er líka flygill á svæðinu og einkaþjónn.

2. Palms Casino resort, Hugh Hefner loftkastalinn, Las Vegas

Þetta er herbergið fyrir þá sem eru tilbúnir til að punga út tæpum fimm milljónum króna til að komast í einhvers konar Playboy stemmningu. Úr heitapottinum er útsýni yfir hina glitrandi spilaborg Las Vegas. Í svefnherberginu snýst risastór rúm undir speglalofti. Lummulegra verður það varla.

1. Konunglega villan, Grand Resort Lagonissi í Aþenu

Það er þjónustufólk á hverju strái í dýrasta hótelherbergi í heimi. Þar er meira að segja píanóleikari sem hefur aðeins það hlutverk að leika óskalög fyrir gestina. Nóttin kostar rúmlega sex milljónir íslenskra króna og þar er  upphituð sundlaug og einkaströnd. Þeir sem vilja komast í tæri við þennan gríska lúxus geta bókað sig inn á ódýrasta herbergið á Grand Resort. Það kostar tæplega fimmtíu þúsund íslenskar.

Þessu tengt: Heimsins bestu gistiheimiliGroddalegur íburður

Heimild: The Telegraph – Mynd: Grand Resort

 

Share |

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …