Samfélagsmiðlar

Dýrustu hótelherbergi í heimi

Þeir ferðamenn sem gera kröfur um einkapíanista, þyrlupall og sinn eigin kokteilbar eru sennilega ekki í lesendahópi Túrista. En fljótt skipast veður í lofti. Hér er því listi yfir tíu dýrustu hótelherbergi í heimi. Upptalningin gæti gagnast einhverjum þegar fram líða stundir.

10. Imperial svítan á Park Hyatt Vendôme í París

Borðstofan í svítunni er tvö hundruð fermetrar og svalirnar sextíu. Það er einnig bar, sauna og nuddbekkir á herberginu. Nóttin kostar um tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

9. Konunglega svítan, Four Seasons George V, París

Rókokkó mublurnar eru allt í öllu á dýrasta herberginu á þessu lúxus hóteli í París. Anddyrið er úr hreinum marmara.

8. Royal Armleder svítan á Le Richemond hótelinu í Genf

Af risastórum svölunum er útsýni yfir borgina og Alpana. Það eru mósaík flísar á veggjum, fínustu tréfjalir á gólfum og í gluggunum eru skotheld gler. Sólarhringsdvöl kostar rúmar tvær milljónir króna.

7. Konunglega svítan, Burj Al Arab, Dubaí

Þeir sem leigja þessa svítu geta ráðið hvort þeir eru sóttir út á flugvöll í Rolls Royce eða þyrlu. Þegar inn er komið er svo nægt pláss því fermetranir eru tæplega átta hundruð og þar er meðal annars að finna lítinn bíósal. Á baðherberginum er allt merkt lúxus vörumerkinu Hermés.

6. Svítan á Ritz-Carlton hótelinu í Moskvu

Af nýríkum Rússum er nóg og því skal ekki undra að í höfuðborginni sé nægt úrval af glæsilegum hótelum. Svítan á Ritz ber þar af. Gestirnir þurfa ekki annað en að smella fingri ef þeir vilja snæða fimm rétta máltíð á meðan þeir virða fyrir sér útsýnið yfir Rauða torgið.

5. Brúarsvítan á Atlantis resort á Bahamas

Þessi tíu herbergja svíta hefur hýst marga fræga. Þar á meðal konung poppsins, Michael Jackson og nafna hans Jordan. Nóttin kostar sem samsvarar þremur milljónum íslenskra króna.

4. Konunglega penthouse svítan á President Wilson Hotel í Genf

Það eru sex baðherbergi en bara fjögur svefnherbergi á þessari svítu. Líkt og á svítunni á Le Richmond hótelinu í sömu borg þá eru einnig skotheldar rúður hér. Fjórar milljónir króna kostar ein nótt í þessu híbýlum sem hafa að geyma kokteilbar sem rúmar fjörtíu manns.

3. Ty Warner penthouse, Four seasons hótelið í New York

Sjónvarpssjúklingar fá eitthvað fyrir sinn snúð hér því loftnetið nær öllum sjónvarpsstöðvum í heiminum. Þeir sem vilja hins vegar frekar horfa út um gluggann geta notið útsýnisins yfir borgina. Það er líka flygill á svæðinu og einkaþjónn.

2. Palms Casino resort, Hugh Hefner loftkastalinn, Las Vegas

Þetta er herbergið fyrir þá sem eru tilbúnir til að punga út tæpum fimm milljónum króna til að komast í einhvers konar Playboy stemmningu. Úr heitapottinum er útsýni yfir hina glitrandi spilaborg Las Vegas. Í svefnherberginu snýst risastór rúm undir speglalofti. Lummulegra verður það varla.

1. Konunglega villan, Grand Resort Lagonissi í Aþenu

Það er þjónustufólk á hverju strái í dýrasta hótelherbergi í heimi. Þar er meira að segja píanóleikari sem hefur aðeins það hlutverk að leika óskalög fyrir gestina. Nóttin kostar rúmlega sex milljónir íslenskra króna og þar er  upphituð sundlaug og einkaströnd. Þeir sem vilja komast í tæri við þennan gríska lúxus geta bókað sig inn á ódýrasta herbergið á Grand Resort. Það kostar tæplega fimmtíu þúsund íslenskar.

Þessu tengt: Heimsins bestu gistiheimiliGroddalegur íburður

Heimild: The Telegraph – Mynd: Grand Resort

 

Share |

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …