Falleg­ustu baðstrendur Evrópu

Fáir staðir eru betur til þess fallnir að gleyma öllu um stöðu þjóð­ar­búsins og duglitla stjórn­mála­menn, en fögur strönd við volgan og krist­al­tæran sjó. Stutt heim­sókn á þannig stað er líklega nóg til koma meðal Íslend­ingnum í langvar­andi gott skap og gera krísuna þolan­legri.

Hér eru þær tuttugu baðstrendur í Evrópu sem breska blaðið Times segir fegurstar. Á þeim öllum er nóg pláss fyrir okkur sem viljum fá að skola af okkur pirr­inginn  í sjónum og leggjast svo í sandinn og sjá til sólar.

Frakk­land

Place Conguel, Bretagne

Við Quiberon hálf­eyjuna liggur þessi strönd þar sem hægt er að ganga að fámenninu sem vísu. Inn á milli klett­anna eru hvítar sand­breiður sem liggja að Atlants­hafinu. Gott tjald­stæði er við ströndina. 

Lac de Mondély, Pýrenea­fjöll­unum

Í franska hluta fjall­garðsins liggur fallegt vatn þar sem fjalla­sýnin er glæsileg. Stuttan spöl frá er lítill snotur bær sem kallast Foix. Þar er mælt með Hôtel Lons fyrir þá sem vilja verja góðum tíma á svæðinu.

Colli­oure, Langu­edoc

Það var hinum fallega bæ, Colli­oure sem list­mál­arinn Matisse fann fjölina á nýjan leik í upphafi síðustu aldar. Hann gerði fegurð bæjarins og strand­ar­innar góð skil í nokkrum verka sinna. Ströndin er klettótt og við hana er fjöldi hótela þar sem gest­irnir geta stuðst við stiga til að komast ofan í tæran sjóinn. Bærinn er líka þekktur fyrir góða sjáv­ar­réttar veit­inga­staði og yfir hásumarið fjöl­menna franskir matgæðinar á svæðið. Júní og sept­ember eru því bestu mánuð­irnir til að heim­sækja Colli­oure.

Piem­ansson ströndin, Carmague

Í sumar er síðasti séns að njóta lífsins við Piem­anson ströndina frjáls­legur í fasi. Bakpoka­ferða­langar, bóhemar og berrass­aðir ferða­menn hafa hingað til haft þetta svæði út af fyrir sig og tjald­vagnana sína en núna vilja yfir­völd koma skikk á málin við þessa stærð­ar­innar strönd.

Ille de Porgu­erolles, Notre Dame

Í lítilli eyju austur frá Marseille má njóta þess að baða sig í sjónum án þess að hafa margt fólk allt í kringum sig. Notre Dame ströndin liggur í um þriggja kíló­metra fjar­lægð frá þorpinu þaðan sem ferj­unar sigla tilbaka til suður­strandar Frakk­lands. 

Palombaggi, Korsíku

Líkt og á hinni ítölsku Sardaníu þá eru strend­urnar á þessari frönsku eyju mjög fallegar. Sjórinn við Palombaggi mun vera svo tær að annað eins finnst varla í Evrópu. Skóg­urinn nær niður að strönd­inni og þar er fjöldi veit­inga­staða og kaffi­húsa.