Fallegustu baðstrendur Evrópu

Grikkland

Papafrangas Cove, Milos

Milos er ein af þessu minna þekktu grísku eyjum þrátt fyrir að hún liggji nálægt Santorini, einni af vinsælustu ferðamannaeyjunum í gríska Eyjahafinu. Á Milos er hægt að baða sig í kristaltærum víkum og stinga sér ofan af klettunum í hafið og kafa inn í hella. 

Panormos, Mykonos

Timburmenni þjaka marga gesti Mykonos eyjunnar. Panormos ströndin er heppilegur kostur fyrir þá sem vilja fá næði til að ná heilsu og sleppa undan bassaboxinu á börunum við hinar strendur eyjarinnar. Það þarf að taka leigubíl eða leigja vespu til að komast að ströndinni. Það er nóg til þess að fæla flesta frá Panormos.

Holland

Terschelling Dunes, Frísnesku eyjarnar

Holland er þéttbýlt land og út á eyjarnar fer fólk sem vill komast í aðeins nánari snertingu við nátturuna. Terschelling Dunes laðar til sín ungt fólk sem vill gera sér glaðan dag en líka hjólreiðarfólk. Þvers og krus liggja nefnilega stígar ætlaðir fjallahjólum.

Ítalía

Blue Grotto, Capri

Hin klettótta strandlengja við Capri er ægifögur. Þar er að finna fjöldamargar víkur og ein þeirra er Blue Grotto. Það toppar víst fátt að stinga sér til sunds í kristaltærum sjónum seinnipart dags þegar flestir strandgestirnir eru farnir heim. 

Cala Luna, Sardaníu

Baðstrendurnar við Sardaníu eru margar hverjar með því allra besta sem þekkist í Evrópu. Cala Luna eru á austurströnd eyjunnar og að henni er ekki hægt að keyra. Valið stendur því á milli bátsferðar frá Cala Gonone eða göngutúrs í brakandi blíðu. Sérfræðingar The Times mæla með seinni kostinum því þá líði fólki eins og það sé að uppgötva stað sem fáir þekkja.