Fallegustu baðstrendur Evrópu

Króatía

Bonj ‘Les Bains’, Hvar

Hér er það glamúrinn sem laðar fólkið að. Hollywood stjörnur sem eru orðnar leiðar á St. Tropez halda núna til í Hvar. Verðlagið og standardinn er því hár.

Kýpur

Polis

Rétt fyrir utan bæinn Polis á Kýpur er að finna strönd sem ungviðið leggur undir sig yfir sumartímann. Á haustin er mun rólegri stemmning þó veðrið sé ennþá mjög gott.

Litháen

Palanga

Langfæstir tengja saman Litháen og hvítar strendur. En Palanga ströndin er miklu meira en nothæf og ekki skemmir fyrir að gjaldmiðill þeirra í Litháen hefur látið á sjá síðustu misseri.

Portúgal

Porto Santo, Madeira

Porto Santo er nyrsta eyjan sem tilheyrir Madeira eyjaklasanum í Atlantshafinu. Þetta er áfangastaður þeirra sem eru í rómantískum hugleiðingum. Fólk gengur hönd í hönd og stoppar reglulega til að kyssast. En að sjálfsögðu er líka pláss fyrir hina sem eru í leit að afslappandi sólarstað til að hlaða batteríin en láta kelerí mæta afgangi.

Spánn 

Cala d’Aiguafreda, Costa Brava

Það eru margir sem láta strandarsandinn fara í taugarnar á sér. Þeir sem tilheyra þeim flokki eru því vel settir á heitum klettunum við Cala d’Aiguafre. Skríbentar The Times segja toppinn á tilverunni vera þann að taka með sér flösku af rósavíni á klappirnar sem síðan er kæld í stutta stund í sjónum áður er korkurinn er fjarlægður og veislan hefst.

La Concha, San Sebastian

Það er ekki sjórinn og sandurinn sem gerir þessa strönd við San Sebastian svona góða heldur allur sá góður matur sem finna má í borginni. Þar eru meðal annars fimmtán Michelin veitingastaðir.

Las Salina, Ibiza

Það er hér sem ríku partídýrin halda sig á næturklúbbaeyjunni Ibiza. Ströndin er bananalaga og þar svalar fólk sér á sangríu en ekki vatni. Börn eru sjaldséð fyrirbæri á staðnum.

Platja Illete, Formentera

Það er afslappað andrúmsloft á þessari kyrrlátu strönd þar sem yngri fjölskyldur, innfæddir og hópur naturista njóta sólarinnar í sátt og samlyndi.  

Þýskaland

Sylt

Vestan við landamæri Þýskalands og Danmerkur liggur eyjan Sylt. Ströndin er góð og einnig er hægt að fá úrvals mat að borða á veitingahúsunum sem þar eru.

NÝTT: Hvar og hvenær á að gefa þjórfé

 

Share |