Groddalegur íburður

Það er engu líkara en iðnaðarmennirnir hafa skilið við hálfklárað verk á Rough Luxe hótelinu í London. Veggirnir eru annaðhvort ómálaðir eða þakktir rifnu veggfóðri, gólfefnin víða slitin og rússneskar ljósaperur á stöku stað. En svona á þetta að vera.

Rough Luxe er til húsa í gömlu gistiheimili í námunda við King´s Cross lestarstöðina í London. Núverandi eigandi þess keypti húseignina af ítalskri fjölskyldu sem rak þar hefðbundið gistihús í marga áratugi. Við endurbyggingu á húsinu kom í ljós alls kyns veggfóður, flúr og flísar og þá kviknaði hugmyndin að þessum grófa stíl. Húsgögnin eru hins vegar af fínustu gerð þó mörg þeirra séu farin að láta á sjá. Þjónustan er svo í takt við það sem þekkist á bestu hótelum.

Það eru aðeins níu herbergi á þessu sérkennilega hóteli. Nóttin á þeim ódýrustu kostar rúmar tuttugu og fimm þúsund íslenskar en þau eru ekki með sérbaðherbergi.  Fyrir fjörtíu og tvö þúsund krónur fæst hins vegar herbergi með baðkari úr kopar.

Það kostar álíka mikið að gista á Rough Luxe og á hefðbundnum fjögurra stjörnu hótelum í London. Það er hins vegar ekki spurning um hvort er eftirminnilegra.

Í bakgarði hótelsins er listasafn og kaffihús.

Staðsetning á korti.

Myndir: Rough Luxe

ÞESSU TENGT: Skemmtileg gata í London

NÝTT EFNI: Hellt upp á með nýjustu tækni og vísindum