Hótel fyrir samkynhneigða á Kanarí

Næsta vetur geta hommar og lesbíur bókað gistingu á hótelum sérstaklega ætluð samkynhneigðum á Ensku ströndinni á Kanarí. Það er ferðaskrifstofan Star tour í Noregi sem sem ætlar að brydda upp á þessari nýbreytni.

Tvö af bestu hótelum ferðaskrifstofunnar á Ensku ströndinni, Bohemia og Vival hafa verið tekin frá sérstaklega fyrir þennan markhóp. Enda segir markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar, í viðtali við Aftenposten í Noregi, að samkynhneigðir séu upp til hópa kröfuharðir neytendur með mikla kaupgetu. Bæði hótelin hafa góða líkamsræktaraðstöðu og spa.

Suðurhluti Kanarí hefur lengi verið vinsæll áfangastaður homma og lesbía og því eðlilegt að Star tour bjóði fyrst upp á þennan möguleika þar.

NÝTT EFNI: Groddalegur íburður

 

 

Share |