Samfélagsmiðlar

Hvar og hvenær á að gefa þjórfé?

Á að gefa leigubílstjóranum í London þjórfé og hversu mikið á pikkalóinn í París skilið? Hér er yfirlit yfir þær hefðir sem skapast hafa í löndunum í kringum okkur þegar kemur að þjórfé. Þær er gott að þekkja og minnka þannig líkurnar á vandræðalegum augnablikum í næsta ferðalagi.

Bandaríkin

Ferðamenn í ríki Obama ættu ávallt að vera með nokkra litla seðla í veskinu því alls staðar er reiknað með þjórfé. Á kaffihúsum og börum þykir tíu til fimmtán prósent af upphæðinni viðeigandi framlag á meðan veitingahúsagestir borga aðeins meira eða allt að fimmtung. Leigubílstjórar fá sína tíund og fyrir hverja tösku sem þeir setja í skottið bætist einn dollari við.

Á hótelum er ekki óeðlilegt að gefa þernunum einn til fimm dollara á dag og töskuberinn fær það sama fyrir sitt framlag. Þeir sem gista í lúxus margfalda þessar upphæðir.

Gist ódýrt en með stæl í New York

Bretland

Á flestum veitingastöðum er þjónustugjald hluti af reikningnum. Það er samt vissara að ganga úr skugga um að svo sé áður en farið er frá borðinu svo þjónninn sé ekki skilinn eftir með sárt ennið. Á hótelum er tíu til tólf prósentum sjálfkrafa bætt við reikninginn og því óþarfi að gefa aukalega. Í leigubílum er til siðs að námunda upp að næsta pundi en óþarfi að gefa meira en það.

Ódýrustu hótelin í London

Frakkland

Lög í landinu kveða á um að ekki megi rukka sérstaklega fyrir afgreiðsluna og er hún því innifalinn í verðinu. Frakkar skilja hins vegar eftir smá upphæð ef þeir fara ánægðir frá borði. Í hádeginu námundar fólk upp að heilli evru en á kvöldin gefa mettir matargestir fimm til tíu prósent. Þetta er hins vegar ekki nauðsynlegt. Á kaffihúsum, börum og í leigubílum er námundað upp að hálfri eða heilli evru þegar gert er upp. Pikkalóinn á hins vegar þrjár til fimm evrur skilið fyrir að halda á töskunum þínum en annars er óþarfi að gefa starfsfólki á hótelinu eitthvað aukalega.

Mýrin hefur margt að bjóða

Ítalía

Þeir sem eru ánægðir með það sem þeir hafa fengið bæta tíund við reikninginn en annars námundar fólk bara upp að næstu evru. Á kaffihúsum skilur fólk svo eftir nokkra smápeninga. Þeir sem sjá um að þrífa herbergin á hótelinu eiga líka skilið að fá eina eða tvær evrur fyrir sinn snúð.

Kaffið er betra í Róm en Mílanó

Mið-Evrópa

Ekki er ætlast til að túristar í til dæmis Hollandi eða Þýskalandi borgi aukalega fyrir þjónustuna en ef þeir vilja þá er ágætt að miða við tíund. Ef reikningurinn hljóðar upp á 12 evrur er hægt að borga fimmtán en biðja um að fá eina evru tilbaka.

Norðurlönd

Gullna reglan hjá frændþjóðum okkar er sú að fastagestir gefa þjórfé eða drikkepenge eins og danskurinn kallar það. Oftast er um að ræða nokkrar krónur sem settar eru í glas við afgreiðsluborðið. Fyrir ferðamenn þýðir þetta einfaldlega að ekki er reiknað með að þeir láti klink af hendi rakna að lokinni máltíð, leigubílaferð eða á hótelinu. Laun þjónustufólks í þessum löndum eru ekki miðuð við að þjórfé hífi þau uppí mannsæmandi kjör. Svíar eru reyndar aðeins suðrænni í háttum en nágrannaþjóðirnar og sýna ánægju sína í verki að lokinni velheppnaðri kvöldmáltíð og gefa litla upphæð. Leigubílstjórar þar í landi fá líka nokkrar krónur fyrir viðvikið.

Vegvísir: Kaupmannahöfn og GautaborgNýir danskir veitingastaðir í ódýrari kantinum

Pólland

Í Póllandi er hefð fyrir því að greiða þjónustufólki sérstaklega. Upphæðin nemur þá tíu til fimmtán prósentum sem til dæmis er greitt með skiptimyntinni sem þjónninn kemur með þegar reikningurinn er gerður upp.

Skíðaferð til útlanda á gamla genginu

Spánn

Þrátt fyrir að afgreiðslugjaldið sé hluti af verðinu þá er ekki úr vegi að rétta þjóninum reiðufé sem nemur allt að tíund af reikningsupphæðinni og tryggja þannig að peningurinn renni í vasa hans en ekki veitingamannsins. Starfsfólkið á tapasbörunum reiknar ekki með þjórfé en það er ekki úr vegi að skilja örfáar evrur eftir ef maður er ánægður með matinn. Það er nóg að námunda upp að næstu evru þegar gert er upp við leigubílstjórann.

Vegvísir: Barcelona

Tékkland

Það er engin kvöð um þjórfé í Tékklandi en algengt að náumundað sé upp í næstu krónu (koruna) eða einum tíunda bætt við upphæðina á kreditkortanótunni. Það er hins vegar ekki til siðs að skilja klink eftir á borðinu. 

Ungverjaland

Innfæddir og ferðamenn gefa í flestum tilvikum tíu prósent eða námunda upp að næstu forint. Líkt og í Tékklandi þá gerir maður upp við þjónninn og skilur ekki eftir pening á borðinu.

 Heimildir: Tripadvisor, Times online, Tgt.

Share |

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …