Samfélagsmiðlar

Hvar og hvenær á að gefa þjórfé?

Á að gefa leigubílstjóranum í London þjórfé og hversu mikið á pikkalóinn í París skilið? Hér er yfirlit yfir þær hefðir sem skapast hafa í löndunum í kringum okkur þegar kemur að þjórfé. Þær er gott að þekkja og minnka þannig líkurnar á vandræðalegum augnablikum í næsta ferðalagi.

Bandaríkin

Ferðamenn í ríki Obama ættu ávallt að vera með nokkra litla seðla í veskinu því alls staðar er reiknað með þjórfé. Á kaffihúsum og börum þykir tíu til fimmtán prósent af upphæðinni viðeigandi framlag á meðan veitingahúsagestir borga aðeins meira eða allt að fimmtung. Leigubílstjórar fá sína tíund og fyrir hverja tösku sem þeir setja í skottið bætist einn dollari við.

Á hótelum er ekki óeðlilegt að gefa þernunum einn til fimm dollara á dag og töskuberinn fær það sama fyrir sitt framlag. Þeir sem gista í lúxus margfalda þessar upphæðir.

Gist ódýrt en með stæl í New York

Bretland

Á flestum veitingastöðum er þjónustugjald hluti af reikningnum. Það er samt vissara að ganga úr skugga um að svo sé áður en farið er frá borðinu svo þjónninn sé ekki skilinn eftir með sárt ennið. Á hótelum er tíu til tólf prósentum sjálfkrafa bætt við reikninginn og því óþarfi að gefa aukalega. Í leigubílum er til siðs að námunda upp að næsta pundi en óþarfi að gefa meira en það.

Ódýrustu hótelin í London

Frakkland

Lög í landinu kveða á um að ekki megi rukka sérstaklega fyrir afgreiðsluna og er hún því innifalinn í verðinu. Frakkar skilja hins vegar eftir smá upphæð ef þeir fara ánægðir frá borði. Í hádeginu námundar fólk upp að heilli evru en á kvöldin gefa mettir matargestir fimm til tíu prósent. Þetta er hins vegar ekki nauðsynlegt. Á kaffihúsum, börum og í leigubílum er námundað upp að hálfri eða heilli evru þegar gert er upp. Pikkalóinn á hins vegar þrjár til fimm evrur skilið fyrir að halda á töskunum þínum en annars er óþarfi að gefa starfsfólki á hótelinu eitthvað aukalega.

Mýrin hefur margt að bjóða

Ítalía

Þeir sem eru ánægðir með það sem þeir hafa fengið bæta tíund við reikninginn en annars námundar fólk bara upp að næstu evru. Á kaffihúsum skilur fólk svo eftir nokkra smápeninga. Þeir sem sjá um að þrífa herbergin á hótelinu eiga líka skilið að fá eina eða tvær evrur fyrir sinn snúð.

Kaffið er betra í Róm en Mílanó

Mið-Evrópa

Ekki er ætlast til að túristar í til dæmis Hollandi eða Þýskalandi borgi aukalega fyrir þjónustuna en ef þeir vilja þá er ágætt að miða við tíund. Ef reikningurinn hljóðar upp á 12 evrur er hægt að borga fimmtán en biðja um að fá eina evru tilbaka.

Norðurlönd

Gullna reglan hjá frændþjóðum okkar er sú að fastagestir gefa þjórfé eða drikkepenge eins og danskurinn kallar það. Oftast er um að ræða nokkrar krónur sem settar eru í glas við afgreiðsluborðið. Fyrir ferðamenn þýðir þetta einfaldlega að ekki er reiknað með að þeir láti klink af hendi rakna að lokinni máltíð, leigubílaferð eða á hótelinu. Laun þjónustufólks í þessum löndum eru ekki miðuð við að þjórfé hífi þau uppí mannsæmandi kjör. Svíar eru reyndar aðeins suðrænni í háttum en nágrannaþjóðirnar og sýna ánægju sína í verki að lokinni velheppnaðri kvöldmáltíð og gefa litla upphæð. Leigubílstjórar þar í landi fá líka nokkrar krónur fyrir viðvikið.

Vegvísir: Kaupmannahöfn og GautaborgNýir danskir veitingastaðir í ódýrari kantinum

Pólland

Í Póllandi er hefð fyrir því að greiða þjónustufólki sérstaklega. Upphæðin nemur þá tíu til fimmtán prósentum sem til dæmis er greitt með skiptimyntinni sem þjónninn kemur með þegar reikningurinn er gerður upp.

Skíðaferð til útlanda á gamla genginu

Spánn

Þrátt fyrir að afgreiðslugjaldið sé hluti af verðinu þá er ekki úr vegi að rétta þjóninum reiðufé sem nemur allt að tíund af reikningsupphæðinni og tryggja þannig að peningurinn renni í vasa hans en ekki veitingamannsins. Starfsfólkið á tapasbörunum reiknar ekki með þjórfé en það er ekki úr vegi að skilja örfáar evrur eftir ef maður er ánægður með matinn. Það er nóg að námunda upp að næstu evru þegar gert er upp við leigubílstjórann.

Vegvísir: Barcelona

Tékkland

Það er engin kvöð um þjórfé í Tékklandi en algengt að náumundað sé upp í næstu krónu (koruna) eða einum tíunda bætt við upphæðina á kreditkortanótunni. Það er hins vegar ekki til siðs að skilja klink eftir á borðinu. 

Ungverjaland

Innfæddir og ferðamenn gefa í flestum tilvikum tíu prósent eða námunda upp að næstu forint. Líkt og í Tékklandi þá gerir maður upp við þjónninn og skilur ekki eftir pening á borðinu.

 Heimildir: Tripadvisor, Times online, Tgt.

Share |

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …