Samfélagsmiðlar

Barcelona bragðast betur

Það er þrennt, sem öðru fremur, einkennir Barcelona. Fótboltinn, byggingarlistinn og maturinn. Ferðamenn borgarinnar óska þess flestir að magamálið væri meira svo hægt væri að smakka á öllu því lostæti sem er á boðstólum. Það er því furðulegt til þess að hugsa að alþjóðlegir skyndibitastaðir þrífist í þessari borg þar sem dýrindis tapas kostar minna en ómerkilegur fabrikku hamborgari.

Síðustu ár hafa meistarakokkar Barcelona og nágrennis verið uppteknir af því að útbúa flókna rétti að hætti El Bulli veitingastaðarins í Katalóníu. Þar liggur metnaðurinn í að breyta formi hráefnisins og búa til rétti sem enginn hefur áður séð og enginn möguleiki er að apa eftir í eldhúsinu heima. Þessi rembingur er þó ekki lengur í takt við tíðarandann. Það þarf því ekki að koma á óvart að matreiðslumennirnir eru farnir að beina sjónum sínum að heimilislegri mat sem er ódýrari en það sem kemur út úr tilraunaeldhúsinu.

Bistrónómía er hún kölluð þessi nýjasta viðbót við matarmenninguna í Barcelona. Verðlagið á þessum matsölustöðum er okkur Íslendingum fagnaðarefni. Sérstaklega í hádeginu. Þá er hægt að fá þriggja rétta máltíð, með víni, á tuttugu til fjörtíu evrur. Réttirnir eiga oftast sterkar rætur í matarkúltúr Katalóníu.

Þetta eru nafntoguðustu Bistrónómía veitingastaðirnir í fótboltaborginni:

Ápat, Carrer Aribau 137, apat.es
Hér er þekktasti rétturinn Morcilla pylsur og smokkfiskur. Hægt að gera vel við sig fyrir um 20 evrur í hádeginu.

Catalina,  Angli 4 bis, catalina.es
Hádegismaturinn á undir 20 evrur á þessum litla hverfisveitingastað.

Coure, Passatge Marimon 20
Fyrir þá sem vilja prófa fylltan héra með foie gras. Coure er í dýrari kantinum og hádegismaturinn kostar um 30 til 50 evrur.

Embat, Carrer de Mallorca 34, restaurantembat.es
Vinsæll veitingastaður í fremur þröngum kjallara ofarlega í Eixample hverfinu. Í hádegi kosta aðalréttirnir um tíu evrur.

Fonda Gaig, Carrer de Córcega 200, fondagaig.com
Fallegt bistró þar sem Cannelloni með trufflu béchemel sósu slær víst flest annað út.

Gelonch, Carrer de Bailén 56, gelonch.es
Hlýr og litríkur staður en það gætir sérvisku í vali á réttum. Sandhverfa, entrecoute og rjómalagaðar kartöflur með hráskinku. Ostrur í passíon ávaxtasafa eru líka á boðstólum. Matseðill hússins 25 evrur.

Gresca, Carrer de Provenca 230, gresca.net
Hráefnið í hæsta klassa og verðið í lægri mörkunum. Hádegismáltíð kostar 25 evrur en kvöldmaturinn 60.

Hisop, Passatge Marimon 9, hisop.com
Nútímalega katalónsk matargerð en réttirnir eru sumir sagðir vera soldið „klikk“. Kolkrabbi með grilluðum lauk er dæmi um aðalrétt á Hisop.

Petit Comité, Passatge de la Concepció 13, petitcomite.cat
Íhaldsamur matseðill á glamúrlegum veitingastað.

Saüc, Passatge Lluis Pellicer 12, saucrestaurant.com
Kryddaður kiðlingur er meðal hápunktanna á seðlinum.

Toc, Carrer de Girona 59, tocbcn. com
Hrátt en smart innréttaðan iðnaðarhúsnæði. Kanína, laukbrauð, tómatar og campari. Hádegið á um 30 til 40 evrur.

TENGT EFNI: Matur og drykkur í Barcelona
NÝTT EFNI: Billegasta stjörnumáltíðin á Norðurlöndum

Mynd: Flickr, Wolfgang Staud
Heimild: Scanorama, New York Times

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …