Samfélagsmiðlar

Billegasta stjörnumáltíðin á Norðurlöndum

Jafnvel þegar allt lék í lyndi og hrun bankanna var okkur víðsfjarri þótti kvöldstund á Michelin veitingastað fjarlægur lúxus. Túristi stóðst hins vegar ekki mátið þegar kynnt var hvaða matsölustaðir skarta stjörnum í ár og gerði verðsamanburð meðal bestu veitingahúsa Norðurlanda. Niðurstaðan er sú að íslenskir sælkerar gera bestu kaupin á vesturströnd Svíþjóðar.

Það hefur aldrei verið ódýrt að borða mat hjá meistarakokkum. En þeir sem telja það ekki eftir sér að borga um tuttugu þúsund krónur fyrir máltíð og annað eins fyrir vínið geta hér fyrir neðan fræðst um hvaða staðir bjóða best meðal frændþjóðanna.

Svíþjóð

Ódýrustu Michelin staðirnir á Norðurlöndunum eru í Gautaborg í Svíþjóð. Á Basement kosta fjórir réttir 495 sænskar krónur en fyrir tvo rétti í viðbót þarf að bæta tvö hundruð krónum við. Kock & Vin í sömu borg tekur 595 sænskar fyrir fjóra rétti og er boðið upp á listauka á milli rétta. Túristi gerði sér nýlega ferð  á þann síðarnefnda og þótti mikið til hans koma. Innviðir staðarins eru skandinavískum stíl, látlausir og ljósir. Þjónustan er laus við tilgerð og þjónarnir fylgja réttunum ekki úr hlaði með löngum útskýringum. Í eldhúsinu eru ekki stundaðar neinar hundakúnstir og hráefnið sjálfu sér líkt þegar það er komið á diskana. Sumir réttirnir gleðja vissulega augað meira en gerist og gengur með mat.

Í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, kosta álíka máltíðir um 800 til 1000 sænskar krónur. Sex Michelin staðir eru þar í borg.

Danmörk

Kaupmannahöfn er sú borg Norðurlanda sem skartar flestum Michelinstjörnum. Tólf staðir í borginni hafa eina stjörnu og einn, Noma, hefur tvær. Sá nýjasti á listanum er AOC og þar er ódýrastu háklassa máltíðina að finna í Danmörku. Fjórir réttir á fimm hundruð og fimmtíu danskar krónur. Þeir sem ekki geta réttlætt það fyrir sér að borga svona mikið en vilja engu að síður prófa að borða svona fínt þá er veitingahúsið MR staðurinn. Þar kostar ódýrasti aðalrétturinn 250 danskar. Hann samanstendur af jómfrúarhumri með foie gras, valhnetum og sítrónu.

Noregur

Osló er dýr borg og á billegasta Michelin stað borgarinnar, Le Canard, kostar þriggja rétta máltíð 495 norskar. Hér er franska eldhúsið í hávegum haft en hráefnið er að mestu leyti norskt.

Finnland

Það eru fimm veitingastaðir með stjörnu í Helsinki og einn þeirra, Chez Dominique er með tvær. Luomo nefnist sá sem bættist á listann í síðasta mánuði og þar er lúxusinn ódýrastur í Finnlandi. Fimm rétta máltíð kostar 57 evrur og þriggja rétta 45 evrur. Luomo er því á mörkunum að geta kallast ódýrasti Michelin staðurinn á Norðurlöndum. Matreiðslumeistarar staðarins eru báðir uppaldir á Chez Dominique sem er, eins og gefur að skilja, mikill gæðastimpill á finnska markaðinum.

TENGT EFNI: Nýir veitingastaðir í ódýrari kantinum í Kaupmannahöfn
NÝTT EFNI: Borg og baðströnd í einni ferð

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …