Binda vonir við Hróa hött

Ferðamálafrömuðir í Nottingham vænta þess að ný Hollywood mynd um Hróa hött muni auka ferðamannastrauminn til borgarinnar í vor og sumar. Myndin verður frumsýnd í næsta mánuði og verður efnt til mikillar dagskrár af því tilefni í Notthingham og nágrenni.

Á sérstakri heimasíðu ferðamálaráðs Bretlands er að finna upplýsingar um hvað hægt er að gera sér til skemmtunar á söguslóðunum. Þannig geta þeir sem eru áhugasamir um þennan vin litla mannsins fengið aðstoð við að sveifla sér á milli trjáa, spreytt sig í bogfimi eða borðað kvöldmat í tréhúsi. Passar sem veita aðgang að allri dagskránni kosta 28 pund. 

Kvikmyndin um Hróa var meðal annars tekin upp í Nottingham og Skíriskógi. Ferðir á tökustaðina eru líka í boði fyrir áhugasama og í Notthingham kastala er hægt að skoða búninga og aðra leikmuni úr myndinni.

Það eru Ástralarnir Russel Crowe og Cate Blanchett sem fara með aðalhlutverkin í mynd Ridley Scott um Hróa.

Mynd: Wikicommons

NÝTT EFNI: Dýrustu hótelherbergi í heimi

TENGT EFNI: Vegvísir fyrir London