Bjartsýni þrátt fyrir ösku

Í Danmörku og Noregi hefur sala á sólarlandaferðum fyrir sumarið gengið vel síðustu daga þrátt fyrir ástandið. Ferðir með brottför á komandi vikum seljast hins vegar verr en ella. Þeir farþegar sem hafa þurft að hætta við ferðalög vegna áhrifa gossins velja langflestir að bóka nýjar ferðir í stað þess að fá endurgreiðslu samkvæmt frétt Berlingske Tidende.

Þar kemur líka fram að verð á flugi til evrópskra áfangastaða, frá dönskum flugvöllum, hefur hækkað um þrjú prósent að jafnaði síðan að flug stöðvaðist á fimmtudaginn var. Verð á flugi til annarra heimsálfa hefur hins vegar lækkað um fjóra af hundraði. Tekið er fram að þessi verðsamanburður er ekki mjög ítarlegur og alltof snemmt sé að segja til um hvaða áhrif ástandið muni hafa á verð á flugi til lengri tíma. Þrátt fyrir óvissuna telja norskir sérfræðingar, sem rætt er við á vefsíðu Aftenposten, að verðið muni hækka á næstunni. Ráðleggja þeir fólki engu að síður að bíða með að kaupa farmiðana þar til flugsamgöngur komist í eðlilegt horf.

NÝTT EFNI: Barcelona bragðast betur 

Mynd: digicla / Flickr.com