Samfélagsmiðlar

Borg og baðströnd í einni ferð

Þegar utanlandsreisunum hefur fækkað er nauðsynlegt að nýta ferðina vel. Hér eru tíu áfangastaðir í Evrópu þar sem hægt er að komast í borgarferð og sólarstrandarferð á einum og sama staðnum.

 Það er mikill kostur að verja fríinu á stað þar sem hægt er að dýfa sér í volgan sjó eftir að hafa þrætt götur stórborgarinnar í glampandi sól. Og það er munaður að þurfa ekki að velja sér kvöldmat af myndamatseðli á metnaðarlausum strandbar og geta þess í stað sest niður á huggulegum veitingastað.

Hér er listi yfir borgirnar þar sem stutt er á ströndina.

Aþena
Ein elsta höfuðborg heims er sneisafull af stórmerkilegum sögufræðum stöðum, góðum grískum veitingastöðum og fjörugum næturklúbbum. Í rúmlega tuttugu kílómetra fjarlægð frá borgarmiðjunni er að finna ágætustu baðstrendur. Til dæmis Vouliagmeni. Það borgar sig að leggja á sig þriggja kortéra ferðalag þangað í stað þess að fara á strendurnar sem eru nær borginni. Þar er sjórinn nefnilega ekki nógu hreinn.

Þeir sem vilja frekar komast í kynni við gríska eyju geta fengið far með flugbáti frá hafnarbænum Piræus og út til Aegina. Siglingin tekur þrjátíu og fimm mínútur.  Það er auðvelt að komast frá Aþenu til Piræus með metró.

Barcelona
Önnur fjölmennasta borg Spánar er ljómandi fínn strandbær. Barceloneta hverfið liggur að Miðjarðarhafinu og þar kæla borgarbúa sig niður sjónum og njóta dagsins í ró og næði á ströndinni. Viljurðu komast aðeins lengra frá borginni getur þú tekið metró út til Villa Olímpica eða út til Marbella strandarinnar. Á milli strandarferða er kjörið að njóta þess að borða góðan mat í þessari fallegu borg. 

MEIRA: Vegvísir fyrir Barcelona

Berlín
Þær gerast vart meira spennandi borgirnar en Berlín því mikið hefur gengið þar á síðustu áratugi. Í dag geta ferðamenn notið þess að spóka sig um í þessari líflegu borg fyrir lítinn pening enda er verðlagið í Berlín mjög hagstætt. Því má reikna með því að maturinn á veitingahúsi kosti næstum því helmingi minna en sambærileg máltíð kostar í Skandinavíu eða Bretlandi. 

En þó Berlín liggji ekki við sjó er nóg af vötnum í nágrenninu þar sem aðstaða til sólbaða er góð, til dæmis Wannsee og Weisser See. Inn í miðri borg er líka að finna Badeschiff, 32 metra langa laug út í Spree ánni. Það eru einnig tuttugu og fimm strandbarir í Berlín.

Feneyjar
Gestir borgarinnar hafi það stundum á tilfinningunni að Feneyjar séu að drukkna í ferðamönnum. Þrátt fyrir ferðamannastrauminn er borgin heimsóknarinnar virði enda einstök á margan hátt. Frá miðborginni gengur vatnastrætó út til Lideo strandarinnar. Bátsferðin tekur um tíu mínútur.

FRAMHALD: Strendur í Kaupmannahöfn, Lissabon, Ljubljana, Nice, Split og Stokkhólmi

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …