Samfélagsmiðlar

Borg og baðströnd í einni ferð

Þegar utanlandsreisunum hefur fækkað er nauðsynlegt að nýta ferðina vel. Hér eru tíu áfangastaðir í Evrópu þar sem hægt er að komast í borgarferð og sólarstrandarferð á einum og sama staðnum.

 Það er mikill kostur að verja fríinu á stað þar sem hægt er að dýfa sér í volgan sjó eftir að hafa þrætt götur stórborgarinnar í glampandi sól. Og það er munaður að þurfa ekki að velja sér kvöldmat af myndamatseðli á metnaðarlausum strandbar og geta þess í stað sest niður á huggulegum veitingastað.

Hér er listi yfir borgirnar þar sem stutt er á ströndina.

Aþena
Ein elsta höfuðborg heims er sneisafull af stórmerkilegum sögufræðum stöðum, góðum grískum veitingastöðum og fjörugum næturklúbbum. Í rúmlega tuttugu kílómetra fjarlægð frá borgarmiðjunni er að finna ágætustu baðstrendur. Til dæmis Vouliagmeni. Það borgar sig að leggja á sig þriggja kortéra ferðalag þangað í stað þess að fara á strendurnar sem eru nær borginni. Þar er sjórinn nefnilega ekki nógu hreinn.

Þeir sem vilja frekar komast í kynni við gríska eyju geta fengið far með flugbáti frá hafnarbænum Piræus og út til Aegina. Siglingin tekur þrjátíu og fimm mínútur.  Það er auðvelt að komast frá Aþenu til Piræus með metró.

Barcelona
Önnur fjölmennasta borg Spánar er ljómandi fínn strandbær. Barceloneta hverfið liggur að Miðjarðarhafinu og þar kæla borgarbúa sig niður sjónum og njóta dagsins í ró og næði á ströndinni. Viljurðu komast aðeins lengra frá borginni getur þú tekið metró út til Villa Olímpica eða út til Marbella strandarinnar. Á milli strandarferða er kjörið að njóta þess að borða góðan mat í þessari fallegu borg. 

MEIRA: Vegvísir fyrir Barcelona

Berlín
Þær gerast vart meira spennandi borgirnar en Berlín því mikið hefur gengið þar á síðustu áratugi. Í dag geta ferðamenn notið þess að spóka sig um í þessari líflegu borg fyrir lítinn pening enda er verðlagið í Berlín mjög hagstætt. Því má reikna með því að maturinn á veitingahúsi kosti næstum því helmingi minna en sambærileg máltíð kostar í Skandinavíu eða Bretlandi. 

En þó Berlín liggji ekki við sjó er nóg af vötnum í nágrenninu þar sem aðstaða til sólbaða er góð, til dæmis Wannsee og Weisser See. Inn í miðri borg er líka að finna Badeschiff, 32 metra langa laug út í Spree ánni. Það eru einnig tuttugu og fimm strandbarir í Berlín.

Feneyjar
Gestir borgarinnar hafi það stundum á tilfinningunni að Feneyjar séu að drukkna í ferðamönnum. Þrátt fyrir ferðamannastrauminn er borgin heimsóknarinnar virði enda einstök á margan hátt. Frá miðborginni gengur vatnastrætó út til Lideo strandarinnar. Bátsferðin tekur um tíu mínútur.

FRAMHALD: Strendur í Kaupmannahöfn, Lissabon, Ljubljana, Nice, Split og Stokkhólmi

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …