Samfélagsmiðlar

Endurbætur fyrir 150 milljónir á hótelherbergi

Savoy, eitt glæsilegasta hótelið í London, opnar í sumar eftir að hafa verið lokað í tvö og hálft ár vegna viðhalds. Áætlaður kostnaður við endurreisnina er talinn vera nærri fjörtíu milljarðar, í íslenskum krónum talið.

Eigendur Savoy hótelsins, sem stendur á besta stað við bakka Thames-árinnar í London, hafa kostað miklu til að hefja það upp til vegs og virðingar á nýjan leik. Þeir keyptu þetta rúmlega hundrað ára gamla hótel fyrir fimm árum síðan og lokuðu undir árslok 2007 vegna uppbyggingarinnar. Verklok voru þá áætluð ellefu mánuðum síðar. Kostnaðurinn átti að verða helmingi minni en reiknað er með að hann endi í þegar verkinu lýkur undir lok sumars.

Þrátt fyrir það er hótelstýran brött í viðtali við The Times og segist sannfærð um að þetta hafi verið góð fjárfesting hjá sádí-arabíska prinsinum Alwaleed og Lloyds bankanum. En þessir tveir aðilar borguðu álíka mikið fyrir hótelið og endurbæturnar hafa kostað. Hún segir að samkeppnin verði hins vegar hörð um hótelgesti og matargesti en Savoy er ekki síður þekkt fyrir veitingastaðinn River sem þar er til húsa. Hún tekur hins vegar fram að slakað hafi verið á kröfum um klæðaburð viðskiptavina veitingastaðarins en áður var það regla að karlmenn sem snæddu á staðnum urðu að vera í jakka og með bindi. Núna er nóg að vera snyrtilegur til fara. Í árdaga hótelsins var hins vegar galaklæðnaður skilyrði, jafnvel í hádeginu.

Það eru 268 herbergi á The Savoy, þar af sextíu og tvær svítur. Ódýrasta herbergið kostar sem samsvarar tæpum sjötíu þúsund íslenskum krónum. Konunglega svítan er hins vegar sú dýrasta en allir gluggar hennar vísa út að Thames.  

NÝTT EFNI: Barcelona bragðast betur – ódýrir veitingastaðir í borginni
TENGT EFNI: Dýrustu hótelherbergi heims

Mynd: Flickr.com / DG Jones

 

 

 

 

 

 

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn til að kaupa léttvín eru …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …