Samfélagsmiðlar

Endurbætur fyrir 150 milljónir á hótelherbergi

Savoy, eitt glæsilegasta hótelið í London, opnar í sumar eftir að hafa verið lokað í tvö og hálft ár vegna viðhalds. Áætlaður kostnaður við endurreisnina er talinn vera nærri fjörtíu milljarðar, í íslenskum krónum talið.

Eigendur Savoy hótelsins, sem stendur á besta stað við bakka Thames-árinnar í London, hafa kostað miklu til að hefja það upp til vegs og virðingar á nýjan leik. Þeir keyptu þetta rúmlega hundrað ára gamla hótel fyrir fimm árum síðan og lokuðu undir árslok 2007 vegna uppbyggingarinnar. Verklok voru þá áætluð ellefu mánuðum síðar. Kostnaðurinn átti að verða helmingi minni en reiknað er með að hann endi í þegar verkinu lýkur undir lok sumars.

Þrátt fyrir það er hótelstýran brött í viðtali við The Times og segist sannfærð um að þetta hafi verið góð fjárfesting hjá sádí-arabíska prinsinum Alwaleed og Lloyds bankanum. En þessir tveir aðilar borguðu álíka mikið fyrir hótelið og endurbæturnar hafa kostað. Hún segir að samkeppnin verði hins vegar hörð um hótelgesti og matargesti en Savoy er ekki síður þekkt fyrir veitingastaðinn River sem þar er til húsa. Hún tekur hins vegar fram að slakað hafi verið á kröfum um klæðaburð viðskiptavina veitingastaðarins en áður var það regla að karlmenn sem snæddu á staðnum urðu að vera í jakka og með bindi. Núna er nóg að vera snyrtilegur til fara. Í árdaga hótelsins var hins vegar galaklæðnaður skilyrði, jafnvel í hádeginu.

Það eru 268 herbergi á The Savoy, þar af sextíu og tvær svítur. Ódýrasta herbergið kostar sem samsvarar tæpum sjötíu þúsund íslenskum krónum. Konunglega svítan er hins vegar sú dýrasta en allir gluggar hennar vísa út að Thames.  

NÝTT EFNI: Barcelona bragðast betur – ódýrir veitingastaðir í borginni
TENGT EFNI: Dýrustu hótelherbergi heims

Mynd: Flickr.com / DG Jones

 

 

 

 

 

 

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …