Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Þeir sem eru að leita að gistingu í ódýrari kantinum í höfuðborg Danmerkur ættu að kanna framboðið og prísana á þessum gististöðum.

Þriggja stjörnu í hjarta bæjarins
Rétt við Nýhöfn og Kongens Nytorv eru nokkur þriggja stjörnu hótel sem bjóða oft gott verð. Það er kominn tími á viðhald á nokkrum þeirra en þeir sem vilja búa í þessum skemmtilega hluta borgarinnar án þess að borga hátt verð eru kannski til í sætta sig við slitnar mubblur. Með því að smella hér geturðu gert verðsamanburð á hótelum við Kóngsins nýjatorg.

Ódýrt við lestarstöðin
Eitt af nýjustu hótelum borgarinnar er hið stóra Wake up við Hovedbanegården í Kaupmannahöfn og þar eru herbergin á fyrstu hæðunum oft með þeim ódýrari sem eru í boði. Á Omena hótelinu sjá gestirnir sjálfir um að innrita sig og verðið er í lægri kantinum fyrir vikið en Omena er bakvið aðallestarstöðina þar sem margt óreglufólk safnast því miður oft saman. Túristi mælir því heldur með gistingu við Ráðhústorgið.
Smelltu hér til að finna fleiri hótel í kringum lestarstöðina og Ráðhústorgið.

Ódýrari í útjaðrinum
Eins og gefur að skilja er gistingin oftar en ekki ódýrari þegar komið er út fyrir innsta kjarna borgarinnar. Cabinn Metro er reglulega með ódýr herbergi en þeir sem vilja þangað þurfa að skipta úr lest yfir í metró frá flugvellinum. Parkinn hótelið liggur mun betur við höggi því það er við Femören lestarstöðina (önnur frá Kastrup) og þaðan er hægt að komast í bæinn og út á völl á skömmum tíma.

Gistiheimilin góður kostur
Þeir sem eru til í að deila baðherbergjum með öðrum gestum geta sparað sér töluverðan pening með því að bóka gistingu á gistiheimilum. Danhostel á og rekur nokkur gistiheimili í Danmörku. Flaggskipið er Danhostel Copenhagen City og þar eru meðal annars í boði stór fjölskylduherbergi.

Hér er leitarvél sem gerir verðsamanburð á gistingu í Kaupmannahöfn. Hægt er að þrengja leitina niður eftir stjörnum, einkunnum gesta og staðsetningu.