Samfélagsmiðlar

Pylsuvagn matsölustaður ársins

Fyrsti danski pylsusalinn sem leggur áherslu á lífrænt hráefni hafði betur í samkeppninni við víðfræg veitingahús þegar matsölustaður ársins í Kaupmannahöfn var valinn.

Það eru margir Íslendingar sem láta það vera sitt fyrsta verk þegar þeir koma til Kaupmannahafnar að kaupa sér pylsu. Danir eru sjálfir sólgnir í þennan sígilda rétt. Þess vegna er aldrei langt á milli pylsuvagnanna og allir bjóða þeir upp á sömu útfærslurnar af pylsum í brauði. Nema sá sem kallast Den økologiske pølsemand (Døp) og stendur við Rundetårn, Sívala turninn. Hann var í dag útnefndur sigurvegari í valinu á matsölustað ársins í Kaupmannahöfn.

Í þessum pylsuvagni er allt hráefnið lífrænt og eins hollt og hægt er. Svína- og nautapylsurnar eru því settar í súrdeigs heilhveitibrauð og hægt er að fá baunadressingu og blöndu af rótargrænmeti í staðinn fyrir hið klassíska meðlæti. Þessi lífræna bylting í pysluvagnageiranum hófst í nóvember síðastliðnum og borgarbúar hafa tekið nýbreytninni fagnandi. Til marks um það eru öll atkvæðin sem pyslustandurinn fékk meðal lesenda Politiken þegar árlegt val á matsölustað ársins fór fram nýverið. Skipti þá engu að hinir staðirnir sem tilnefndir voru hafa allir hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og notið vinælda hjá dönskum sælkerum. Pylsurnar höfðu samt sigur úr býtum.

Hefðbundin pylsa hjá lífræna pylsusalanum kostar 34 danskar krónur sem er nokkrum krónum dýrara en hjá keppinautunum. Á móti kemur að þessar hollu eru mun meira mettandi en hinar.

Á heimasíðu vagnsins má finna frekari upplýsingar og á þessu korti má sjá hvar hann er staðsettur við Købmagergade 52.

NÝTT EFNI: Borg og baðströnd í einni ferð

TENGT EFNI: Nýir ódýrir veitingastaðir í Kaupmannahöfn

Mynd: Copenhagen Media Center

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …