Tívolí opnar á fimmtudaginn

Klukkan ellefu á fimmtudaginn opnar þekktasti skemmtigarður Norðurlanda eftir vetrarfrí. Rasmus Klumpur á að laða gestina að Tívolí í Kaupmannahöfn í ár.  

Tívolí í Kaupmannahöfn skipar virðulegan sess hér á landi. Heimsókn í garðinn hefur verið fastur liður í Kaupmannahafnareisum landans og Stuðmenn hafa lagt sitt að mörkum til að gera hann ódauðlegan í hugum landans.

Þrátt fyrir að kostnaðurinn við sækja Tívolí heim í ár sé hærri en hann var fyrir krónukrísuna má gera ráð fyrir því að margir íslenskir ferðamenn Köben standist ekki freistinguna og borgi aðgangseyrinn til að komast í tækin .

Síðustu ár hefur Tívolí byrjað sumarvertíðina með því að setja í gang nýtt risastórt tæki fyrir þá hugrökkustu. Í ár er það hins vegar ævintýraheimur Rasmusar Klumps sem á að draga vagninn og fjölga barnafjölskyldunum í gestahópnum. Lokafrágangur á þessu ævintýralandi fyrir börnin hefur hins vegar dregist á langinn og því verður hulunni ekki svipta af Rasmusi og félögum hans fyrr en fimmtánda maí. 

Heimsókn í Tívolí kostar 95 danskar fyrir fullorðna en 50 fyrir þriggja til tólf ára.

NÝTT: Borg og baðströnd í einni ferð
TENGT: Vegvísir – Kaupmannahöfn

Mynd: Tivoli – Rasmus Hansen