Samfélagsmiðlar

Flugmiðar á útsölu

Þeir sem vilja komast lengra út í heim en íslensku flugfélögin fljúga geta fengið farmiðana ódýrt um þessar mundir.

Gosið í Eyjafjallajökli hefur valdið mikilli óvissu í ferðageiranum. Hún hefur áhrif á verðlagninguna eins og sést þegar skoðaðar eru heimasíður flugfélaganna í Evrópu. Þær skarta margar hverjar flennistórum auglýsingaborðum þar sem boðnir eru til sölu flugmiðar á spottprís. Meira að segja farmiðar sem gilda í sumar. Og framboðið á ódýrum miðum á eftir að aukast því British Airways hyggst efna til „brunaútsölu“ þegar verkfallsaðgerðir starfsmanna eru yfirstaðnar í byrjun júní, samkvæmt frétt Telegraph. Þar kemur líka fram að annar flugrisi, AirFrance/KLM, ætli að halda verðinu lágu í sumar. Sérfræðingar Telegraph telja að verðlækkun sé eina leiðin til að fá fólk um borð í vélarnar á nýjan leik. Að ógleymdum endalokum eldgossins.

Hér eru nokkur dæmi um tilboð til áfangastaða sem ekki liggja nærri þeim flugvöllum sem flogið er beint til frá Keflavík.

Innan Evrópu:

AIR BERLIN – Þeir sem eru áhugasamir um grísku eyjarnar geta flogið beint á nokkra þeirra frá Berlín. Verðið er í kringum þrjátíu þúsund íslenskar fyrir báðar leiðir. 

NORWEGIAN –  Sé ferðinni heitið til Balkanskaga eða Möltu þá er norska lággjaldaflugfélagið fínn kostur. Bæði frá Osló og Kaupmannahöfn. Önnur leiðin kostar frá 299 dönskum krónum.

SAS – Skandinavíska flugfélagið auglýsir lagersölu þessa dagana á farmiðum sem gilda í ágúst til október. Þeir sem eru á leið til Rússlands á þessum tíma ættu að kanna verðin en SAS flýgur til Moskvu og St. Pétursborgar og þessar tvær borgir eru meðal útsöluvaranna. 

Utan Evrópu:

AIR FRANCE – Það er hægt að fljúga langt með Air France frá París. Karabíska hafið heillar væntanlega marga og fram til áttunda júní er tilboð á flugi til nokkurra eyja. Verðin eru frá áttatíu þúsund íslenskum krónum.

BRUSSELS AIRLINES – Frá Brussel er flogið beint til margra borga í Afríku. Nokkrar þeirra eru núna á tilboðsprís.

KLM – Hollenska flugfélagið flýgur víða og á heimasíðu þess má finna tilboð á farmiðum til Asíu, Afríku og S-Ameríku. Tilboðsverðin gilda til 7. júní.

Íslenska leitarvélin Dohop er líka góður kostur til að leita að ódýrum flugmiðum.

NÝTT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska
TENGT EFNI: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Mynd: SAS

 

 

 

 

 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …