New York öruggasta stórborgin

Glæpir eru á undanhaldi í New York. Fólk hvergi óhultara í bandarískri stórborg en þar.

Af tuttugu og fimm stærstu borgunum í Bandaríkjunum er glæpatíðnin lægst í New York. Morðum fækkaði um tíu af hundraði milli síðustu tveggja ára og innbrotum um sextán prósent samkvæmt tölum frá lögregluyfirvöldum þar í landi. Í heildina fækkaði glæpum um fimm af hundraði í borginni sem er töluvert meiri framför en gengur og gerist vestanhafs samkvæmt frétt Berlingske Tidende

Lögreglustjóri borgarinnar þakkar þennan árangur duglegu lögregluliði og segir tölurnar sýna að hægt sé að fækka glæpum í New York enn frekar þrátt fyrir efasemdar raddir þar um.

Það er því óþarfi að láta hræðslu við glæpamenn fæla sig frá því að sækja New York heim.

TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum –  New York
NÝJAR GREINAR: Flugmiðar á útsölu

Mynd: Flickr / maxim off