Þar sem rokkstjörnurnar gista í París

Le Meurice
Fyrrum óþekktarormarnir Robbie Williams, Eminem og Liam Gallagher hafa hallað höfði hér eftir að þeir náðu taki á skapinu. Meðal þess helsta sem laðar fólkið að hótelinu er veitingastaðurinn sem er í toppklassa og barinn sem hannaður er af 2007 hönnuðinum Philip Stark. Söngkonurnar Beoyncé og Grace Jones eru sagðar sérstaklega hrifnar af heilsuræktaraðstöðunni á Le Meurice.
Það er hægt að feta í fótspor stjarnanna með því að greiða tæpar sextíu þúsund krónur fyrir gistinguna á ódýrasta herbergi hótelsins.

 

Hotel de la Trémoille
Djassgeggjarar tékka sig inn á Trémoille. Duke Ellington og Louis Armstrong voru meðal fastagesta á árum áður og tvær af svítum hótelsins eru nefndar eftir þessum tveimur af risum djassins. Tískustraumar síðustu ára hafa ekki náð að brjóta sér leið í gegnum allan marmarann í lobbíinu og innviðirnir hafa því ekki breyst mikið síðan Duke og Louis voru aðalnúmerin á djassklúbbum borgarinnar.
Fyrir tæpar fjörtíu og fimm þúsund krónur er hægt að gista í einni af vöggum franska djassins.

TENGT EFNI: Hótel í eigu fræga fólksins
NÝTT EFNI: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn

Myndir: Úr myndasafni hótelanna