Vinsælt að bóka flugið blint

Þeim sem er næstum því sama hvar þeir eyða fríinu geta látið lággjaldaflugfélagið German Wings ráða ferðinni.

Sumir ferðalangar eru það sveigjanlegir að það skiptir þá engu máli hvort þeir fari í verslunarferð til London eða Stokkhólms. Þeim er líka alveg sama hvort þeir sleikja sólina á Krít eða Mæjorka. Svo lengi sem þeir fá farmiðann ódýrt. Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings hóf í fyrra að bjóða þessum hópi ferðamanna ódýra miða með því skilyrði að félagið réði sjálft hvert ferðinni væri heitið. Þessi valkostur mæltist það vel hjá yngri kynslóðinni að í sumar er hægt að velja úr fleiri tegundum ferðalaga en áður. En farþegarnir ráða sjálfir hvers konar borgar- eða sólarferðir þeir fara í og kosta þær frá 40 evrum.

Þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir þá sem ferðast frá Köln/Bonn, Stuttgart, Berlín og Hannover. Áhugasamir íslenskir ferðalangar geta kynnt sér málið á heimasíðu German Wings en félagið flýgur frá Keflavík til Kölnar í sumar.

NÝJAR GREINAR: Flugmiðar á útsölu

Mynd: Wikicommons