Bongóblíða í Danmörku

Margur Daninn er brúnn og sællegur þessa dagana enda hefur veðrið leikið við landsmenn. Ekkert lát virðist vera á blíðviðrinu og um helgina er útlit fyrir hitabylgju.

Veturinn var ískaldur í Danmörku og vorið það kaldasta í fjórtán ár. En í seinni hluta júní mánaðar hefur varla verið ský á himni og í öllum almenningsgörðum og á baðströndunum flatmaga þeir Danir sem ekki þurfa til vinnu. Og það er ekki útlit fyrir að það þetta góða veður sé á undanhaldi því um helgina er spáð rúmlega þrjátíu stiga hita.

Það munu vafalítið margir ferðamenn njóta góðs af þessari blíðu því um helgina hefst Hróarskelduhátíðin og djasshátíðin í Kaupmannahöfn sömuleiðis. Uppselt er á þá fyrrnefndu og búist við hátt í sjötíu þúsund manns.

TENGDAR GREINAR: Ný baðströnd í KaupmannahöfnHróarskelduhátíðin opnar sundlaug
NÝJAR GREINAR:
Í hvaða borg er best að búa?Djassgeggjun í Danmörku

Mynd: Christian Alsing/Wonderful Copenhagen