Góðar nektarstrendur við Miðjarðarhaf


Króatía

Paklina Beach – Þeir vilja sóla sig berir á eyjunni Brac  verða að gera sér að góðu strönd þakkta smásteinum. Í nágrenninu eru líka nokkrar víkur þar sem fáir eru á ferli og þar má líka svipta sig klæðum.

Lokrum – Þær eru margar klettóttar strendurnar í Króatíu en þær eru ekki síður fallegar en þær sem eru þakktar sandi. Lokrum nektrarströndin liggur á eyju úti fyrir Dubrovnik og þangað tekur um tíu mínútur að sigla með ferju.

Camp Koversada – Sérstakt tjaldstæði fyrir fólk sem vill eyða fríinu án fata.

Spánn

Playa d´Es Cavallet – Undurfögur strönd á Ibiza með hvítum sandi, háum klettum og litlum öldugangi. Jafnvel þó langflestir kjósi að njóta nátturunnar þar naktir þá er í góðu lagi að vera í sundfötum á staðnum.

Playa de Sotavento – Fuerteventura er að margra mati fallegasta eyjan í Kanaríeyjaklasanum. Á þessari fimm kílómetra löngu strönd blanda geði sóldýrkendur með og án sundfata og svo brimbrettafólk.

Playa Cantarrijan – Það eru tvær víkur á ströndinni sem liggur á milli Nerja og Almunecar í suðurhluta Spánar. Í annarri þeirra eru sólbekkir og veitingastaðir og þangað sækja bæði nektarsinnar og þeir sem klæðast sundfötum. Hin víkin er hins vegar aðeins fyrir fyrrnefnda hópinn. Vatnið er mjög tært á þessum slóðum og köfun og snorkl því vinsælt, með og án köfunarbúnings.

Formentera – Heitir minnsta og sú syðsta af Baleareyjunum sem Mallorca og Ibiza tilheyra einnig. Nekt er í hávegum höfð á Formentra því þar má alls staðar baða sig nakinn í sjónum. Ströndin Plata Illetes var fyrr á árinu valin ein af fegurstu ströndum Evrópu af breska blaðinu The Times.

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur Evrópu
NÝJAR GREINAR: Í hvaða borg er best að búa?

Tenglarnir á Google maps í heiti strandanna eru birtir án ábyrgðar