Samfélagsmiðlar

Góðar nektarstrendur við Miðjarðarhaf


Króatía

Paklina Beach – Þeir vilja sóla sig berir á eyjunni Brac  verða að gera sér að góðu strönd þakkta smásteinum. Í nágrenninu eru líka nokkrar víkur þar sem fáir eru á ferli og þar má líka svipta sig klæðum.

Lokrum – Þær eru margar klettóttar strendurnar í Króatíu en þær eru ekki síður fallegar en þær sem eru þakktar sandi. Lokrum nektrarströndin liggur á eyju úti fyrir Dubrovnik og þangað tekur um tíu mínútur að sigla með ferju.

Camp Koversada – Sérstakt tjaldstæði fyrir fólk sem vill eyða fríinu án fata.

Spánn

Playa d´Es Cavallet – Undurfögur strönd á Ibiza með hvítum sandi, háum klettum og litlum öldugangi. Jafnvel þó langflestir kjósi að njóta nátturunnar þar naktir þá er í góðu lagi að vera í sundfötum á staðnum.

Playa de Sotavento – Fuerteventura er að margra mati fallegasta eyjan í Kanaríeyjaklasanum. Á þessari fimm kílómetra löngu strönd blanda geði sóldýrkendur með og án sundfata og svo brimbrettafólk.

Playa Cantarrijan – Það eru tvær víkur á ströndinni sem liggur á milli Nerja og Almunecar í suðurhluta Spánar. Í annarri þeirra eru sólbekkir og veitingastaðir og þangað sækja bæði nektarsinnar og þeir sem klæðast sundfötum. Hin víkin er hins vegar aðeins fyrir fyrrnefnda hópinn. Vatnið er mjög tært á þessum slóðum og köfun og snorkl því vinsælt, með og án köfunarbúnings.

Formentera – Heitir minnsta og sú syðsta af Baleareyjunum sem Mallorca og Ibiza tilheyra einnig. Nekt er í hávegum höfð á Formentra því þar má alls staðar baða sig nakinn í sjónum. Ströndin Plata Illetes var fyrr á árinu valin ein af fegurstu ströndum Evrópu af breska blaðinu The Times.

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur Evrópu
NÝJAR GREINAR: Í hvaða borg er best að búa?

Tenglarnir á Google maps í heiti strandanna eru birtir án ábyrgðar

 

 

 


Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …