Samfélagsmiðlar

Góðar nektarstrendur við Miðjarðarhaf

Sumum þykir fátt yndislegra en að svamla allsber í volgum sjó, leggjast svo á ströndina og leyfa sólinni að þerra á sér hvern krók og kima.

Það getur samt reynst þrautinni þyngri að finna strendur þar sem leyfilegt er að stunda sólböð án baðfata. Hér er hins vegar listi yfir þær nektarstrendur sem hið danska blað Politiken telur vera þær bestu við Miðjarðarhafið. Á þeim öllum getur fólk áhyggjulaust sólað sig berrassað og jafnað út sundbuxna- og bikiniför.

Frakkland

Vendays-Montalivet – Norður frá Bordeaux er þessi fyrsti opinberi baðstaður nektarsinna í heiminum. Það er því ekki að undra að alþjóðleg samtök þessa hóps hafi verið stofnuð þar árið 1953. Á tjaldsvæðinu er hægt að leigja kofa með útsýni út á Atlantshafið.

Cad d´Adge – Þessi afgirti smábær í nágrenni Montpellier á suðurströnd Frakklands er einn vinsælasti áfangastaður kviknakinna karla og kvenna. Hér hafa þau allt plássið fyrir sig en heimamenn eru vanir að borða kvöldmatinn í fötum.

Grikkland

Banana Beach – Á eyjunni Skiathos eru tvær strendur kenndar við bjúgaldin, Big Banana Beach og Small Banana Beach. Áður fyrr héldu strippalingarnir til á þeirri fyrrnefndu en nú hafa þeir fært sig yfir á þá minni. Þar una samkynhneiðgðir og gagnkynhneigðir, fjölskyldur og einhleypir sáttir við sitt svo lengi sem engin klæði sjást á svæðinu.

Paradise Beach – Á partíeyjunni Mykanos er hægt að baða sig nakinn á paradísarströndinni sem er fjóra og hálfan kílómetra frá bænum.

Ítalía

Capocotta – Það eru fleiri en bara sumarhúsagestir Berlusconi sem þykir gott að ganga um naktir í ítalskri nátturu. Í meira en þrjátíu ár hefur þessi strönd, suður af Róm, laðað til sín þennan hóp fólks. Um aldamótin ákváðu yfirvöld að afmarka þann hluta strandarinnar þar sem sólböð án klæða eru leyfð.

Lido de Alberoni – Ekki svo langt frá túristaörtröðinni í miðborg Feneyja liggur þessi nektranýlenda við Lido di Venedig ströndina. Þangað kemst fólk með því að taka bát úr miðbænum og svo strætó.

NÆSTA SÍÐA: NEKTARSTRENDUR Í KRÓATÍU OG SPÁNI

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …