Samfélagsmiðlar

Í hvaða borg er best að búa?

Er betra að búa í Berlín en Barcelona og hvað með Honolulu og Hamborg? 

Þar sem vel fer um heimamenn ættu ferðamenn að geta notið sín líka. Og ef marka má lista tímaritsins Monocle yfir þær tuttugu og fimm borgir í heiminum þar sem best er að búa þá er heimavöllur hins ógurlega bjórfestivals í október staðurinn til að heimsækja við fyrsta tækifæri. Því München er að mati Monocle sú borg þar sem best fer um íbúana. Kaupmannahöfn er í öðru sæti og Zürich í Sviss fær bronsið. 

Borgirnar eru meðal annars dæmdar út frá gæðum almenningssamgangna og heilbrigðisþjónustunnar og einnig er mikilvægt að nóg sé af grænum svæðum í borgarbyggðinni. Flóra veitingastaða og verslana skal vera fjölbreytt og glæpatíðnin lág. Fólk á líka að geta búið sómasamlega án þess að vera sterkefnað og það þykir mikill kostur ef skrifræðið er lítið og aðkomufólk geti auðveldlega komið sér inn í kerfið. Ekki skemmir fyrir að íbúarnir séu myndarlegir og vel til hafðir en því skal haldið til haga að Monocle hefur soldinn snobb stimpil á sér.

Höfuðstaður Bæjaralands, München, er sú borg sem best uppfyllir þessi skilyrði og til marks um það hversu heimamenn eru hamingjusamir þá er fæðingartíðnin í borginni óvenju há samkvæmt grein Monocle. Okkar gamla höfuðborg, Kaupmannahöfn, er svo í öðru sæti og þykir hjólamenningin þar til mikillar fyrirmyndar. 

Athygli vekur að allar höfuðborgir Norðurlanda komast á listann nema Reykjavik. Þrjár borgir í Þýskalandi og Japan komast þar að á meðan Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Spánn eiga tvo fulltrúa.

Svona lítur listinn út yfir 25 bestu borgirnar að búa í samkvæmt Monocle:

  1. München
  2. Kaupmannahöfn
  3. Zürich
  4. Tókýó
  5. Helsinki
  6. Stokkhólmur
  7. París
  8. Vínarborg
  9. Melbourne
  10. Madrid
  11. Berlín
  12. Sydney
  13. Honolulu
  14. Fukuoka
  15. Genf
  16. Vancouver
  17. Barcelona
  18. Osló
  19. Montreal
  20. Auckland
  21. Singapúr
  22. Portland
  23. Kyoto
  24. Hamborg
  25. Lissabon

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur í EvrópuFlottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR: Djassgeggjun í KaupmannahöfnSpá methita á Spáni

Mynd: Ferðamálaráð Þýskalands 

 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …