Samfélagsmiðlar

Í hvaða borg er best að búa?

Er betra að búa í Berlín en Barcelona og hvað með Honolulu og Hamborg? 

Þar sem vel fer um heimamenn ættu ferðamenn að geta notið sín líka. Og ef marka má lista tímaritsins Monocle yfir þær tuttugu og fimm borgir í heiminum þar sem best er að búa þá er heimavöllur hins ógurlega bjórfestivals í október staðurinn til að heimsækja við fyrsta tækifæri. Því München er að mati Monocle sú borg þar sem best fer um íbúana. Kaupmannahöfn er í öðru sæti og Zürich í Sviss fær bronsið. 

Borgirnar eru meðal annars dæmdar út frá gæðum almenningssamgangna og heilbrigðisþjónustunnar og einnig er mikilvægt að nóg sé af grænum svæðum í borgarbyggðinni. Flóra veitingastaða og verslana skal vera fjölbreytt og glæpatíðnin lág. Fólk á líka að geta búið sómasamlega án þess að vera sterkefnað og það þykir mikill kostur ef skrifræðið er lítið og aðkomufólk geti auðveldlega komið sér inn í kerfið. Ekki skemmir fyrir að íbúarnir séu myndarlegir og vel til hafðir en því skal haldið til haga að Monocle hefur soldinn snobb stimpil á sér.

Höfuðstaður Bæjaralands, München, er sú borg sem best uppfyllir þessi skilyrði og til marks um það hversu heimamenn eru hamingjusamir þá er fæðingartíðnin í borginni óvenju há samkvæmt grein Monocle. Okkar gamla höfuðborg, Kaupmannahöfn, er svo í öðru sæti og þykir hjólamenningin þar til mikillar fyrirmyndar. 

Athygli vekur að allar höfuðborgir Norðurlanda komast á listann nema Reykjavik. Þrjár borgir í Þýskalandi og Japan komast þar að á meðan Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Spánn eiga tvo fulltrúa.

Svona lítur listinn út yfir 25 bestu borgirnar að búa í samkvæmt Monocle:

  1. München
  2. Kaupmannahöfn
  3. Zürich
  4. Tókýó
  5. Helsinki
  6. Stokkhólmur
  7. París
  8. Vínarborg
  9. Melbourne
  10. Madrid
  11. Berlín
  12. Sydney
  13. Honolulu
  14. Fukuoka
  15. Genf
  16. Vancouver
  17. Barcelona
  18. Osló
  19. Montreal
  20. Auckland
  21. Singapúr
  22. Portland
  23. Kyoto
  24. Hamborg
  25. Lissabon

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur í EvrópuFlottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR: Djassgeggjun í KaupmannahöfnSpá methita á Spáni

Mynd: Ferðamálaráð Þýskalands 

 

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …