Samfélagsmiðlar

Í hvaða borg er best að búa?

Er betra að búa í Berlín en Barcelona og hvað með Honolulu og Hamborg? 

Þar sem vel fer um heimamenn ættu ferðamenn að geta notið sín líka. Og ef marka má lista tímaritsins Monocle yfir þær tuttugu og fimm borgir í heiminum þar sem best er að búa þá er heimavöllur hins ógurlega bjórfestivals í október staðurinn til að heimsækja við fyrsta tækifæri. Því München er að mati Monocle sú borg þar sem best fer um íbúana. Kaupmannahöfn er í öðru sæti og Zürich í Sviss fær bronsið. 

Borgirnar eru meðal annars dæmdar út frá gæðum almenningssamgangna og heilbrigðisþjónustunnar og einnig er mikilvægt að nóg sé af grænum svæðum í borgarbyggðinni. Flóra veitingastaða og verslana skal vera fjölbreytt og glæpatíðnin lág. Fólk á líka að geta búið sómasamlega án þess að vera sterkefnað og það þykir mikill kostur ef skrifræðið er lítið og aðkomufólk geti auðveldlega komið sér inn í kerfið. Ekki skemmir fyrir að íbúarnir séu myndarlegir og vel til hafðir en því skal haldið til haga að Monocle hefur soldinn snobb stimpil á sér.

Höfuðstaður Bæjaralands, München, er sú borg sem best uppfyllir þessi skilyrði og til marks um það hversu heimamenn eru hamingjusamir þá er fæðingartíðnin í borginni óvenju há samkvæmt grein Monocle. Okkar gamla höfuðborg, Kaupmannahöfn, er svo í öðru sæti og þykir hjólamenningin þar til mikillar fyrirmyndar. 

Athygli vekur að allar höfuðborgir Norðurlanda komast á listann nema Reykjavik. Þrjár borgir í Þýskalandi og Japan komast þar að á meðan Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Spánn eiga tvo fulltrúa.

Svona lítur listinn út yfir 25 bestu borgirnar að búa í samkvæmt Monocle:

  1. München
  2. Kaupmannahöfn
  3. Zürich
  4. Tókýó
  5. Helsinki
  6. Stokkhólmur
  7. París
  8. Vínarborg
  9. Melbourne
  10. Madrid
  11. Berlín
  12. Sydney
  13. Honolulu
  14. Fukuoka
  15. Genf
  16. Vancouver
  17. Barcelona
  18. Osló
  19. Montreal
  20. Auckland
  21. Singapúr
  22. Portland
  23. Kyoto
  24. Hamborg
  25. Lissabon

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur í EvrópuFlottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR: Djassgeggjun í KaupmannahöfnSpá methita á Spáni

Mynd: Ferðamálaráð Þýskalands 

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …