Samfélagsmiðlar

Kofasæla á Jótlandi

Á danska fastalandinu er tilvalið að leigja sér kofa í námunda við ströndina, skóginn eða skemmtigarðinn.  

Það þarf ekki að fara langt út fyrir miðbæ Kaupmannahafnar til að finna kofabyggðir þar sem tugir ef ekki hundruðir smárra húsa standa hlið við hlið. Fjöldi þessara sérstöku þorpa í höfuðborginni segir sitt um vinsældir kofanna meðal Dana. Út í hinum dreifðari byggðum eru þessi litlu hús líka í hávegum höfð. Og þau eru líka tilvalin dvalarstaður fyrir ferðamenn sem vilja spara við sig hótelkostnaðinn. Á langflestum tjaldstæðum landsins eru leigðir út kofar, eða hytter eins þeir kallast á dönsku. Í þannig húsi er nóg pláss er fyrir samrýmda vísitölufjölskyldu en ekki mikið meira.

Vesturströnd Jótlands er kjörinn staður fyrir þá sem vilja skipta íslenskri tjaldstæða stemmningu út fyrir danska. Þessi hluti Danmerkur hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldur. Til dæmis góðar sandstrendur og víðfræga skemmtigarða eins og Legoland. Það er því hægt að deila dögunum milli nátturunnar, lystigarða og jósku bæjanna og fá þannig fjölbreytt ferðlag út úr Danmerkurreisunni. Bílaleigubíll er hins vegar forsenda þess að fríið gangi upp því ekki er hægt að treysta á almenningssamgöngur til og frá tjaldstæðum og kofabyggðum.

Það eru helst þessi þrjú svæði á Vestur-Jótlandi sem draga til sín ferðalanga á sumrin: 

Ringkøbing fjörður: Í rúmlega klukkutíma aksturfjarlægð frá Billund flugvelli og Legolandi er einn vinsælasti áfangastaður þeirra Dana sem eru hvað ákafastir í að eyða sumrinu í tjaldi eða kofa. Hér er hægt að velja á milli töluverðs fjölda af kofabyggðum, sjá lista hér.

Rømø: Tíunda stærsta eyja Danmerkur liggur rétt úti fyrir vesturströndinni. Sandstrendurnar liggja allt í kring og það er nóg af hytter til leigu, til dæmis hjá fyrirtækinu Feriepartner sem býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt í Legoland. Ferðamálaráð eyjunnar hefur líka góðar upplýsingar á sinni heimasíðu.

Fjand: Við Nissumfjörð er besta ströndin við Bjerghuse ved Fjand. Hér fljúga fuglarnir um loftin og það getur blásið hraustlega á baðgestina. Svalandi vindurinn getur verið kærkominn á heitustu dögunum.

Leigan á kofum er mismunandi eftir gæðum en ódýrasta vikugjaldið er u.þ.b. 2000 danskar krónur á meðan sólarhringurinn kostar frá 350 dönskum. Langflestir leigusalar gera kröfu um að gestirnir mæti með sín eigin sængurföt og handklæði. Það sem upp á vantar í húsinu má nálgast í næstu verslun en það er samt vissara að kanna málið vel áður en kofinn er pantaður.

Hér eru upplýsingar um aðrar kofabyggðir í Danmörku. 

NÝJAR GREINAR: Ferðamenn sniðganga Grikkland
TENGDAR GREINAR: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn og Nýir veitingastaðir í ódýrari kantinum í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark

 

 

 

 

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …