Samfélagsmiðlar

Kofasæla á Jótlandi

Á danska fastalandinu er tilvalið að leigja sér kofa í námunda við ströndina, skóginn eða skemmtigarðinn.  

Það þarf ekki að fara langt út fyrir miðbæ Kaupmannahafnar til að finna kofabyggðir þar sem tugir ef ekki hundruðir smárra húsa standa hlið við hlið. Fjöldi þessara sérstöku þorpa í höfuðborginni segir sitt um vinsældir kofanna meðal Dana. Út í hinum dreifðari byggðum eru þessi litlu hús líka í hávegum höfð. Og þau eru líka tilvalin dvalarstaður fyrir ferðamenn sem vilja spara við sig hótelkostnaðinn. Á langflestum tjaldstæðum landsins eru leigðir út kofar, eða hytter eins þeir kallast á dönsku. Í þannig húsi er nóg pláss er fyrir samrýmda vísitölufjölskyldu en ekki mikið meira.

Vesturströnd Jótlands er kjörinn staður fyrir þá sem vilja skipta íslenskri tjaldstæða stemmningu út fyrir danska. Þessi hluti Danmerkur hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldur. Til dæmis góðar sandstrendur og víðfræga skemmtigarða eins og Legoland. Það er því hægt að deila dögunum milli nátturunnar, lystigarða og jósku bæjanna og fá þannig fjölbreytt ferðlag út úr Danmerkurreisunni. Bílaleigubíll er hins vegar forsenda þess að fríið gangi upp því ekki er hægt að treysta á almenningssamgöngur til og frá tjaldstæðum og kofabyggðum.

Það eru helst þessi þrjú svæði á Vestur-Jótlandi sem draga til sín ferðalanga á sumrin: 

Ringkøbing fjörður: Í rúmlega klukkutíma aksturfjarlægð frá Billund flugvelli og Legolandi er einn vinsælasti áfangastaður þeirra Dana sem eru hvað ákafastir í að eyða sumrinu í tjaldi eða kofa. Hér er hægt að velja á milli töluverðs fjölda af kofabyggðum, sjá lista hér.

Rømø: Tíunda stærsta eyja Danmerkur liggur rétt úti fyrir vesturströndinni. Sandstrendurnar liggja allt í kring og það er nóg af hytter til leigu, til dæmis hjá fyrirtækinu Feriepartner sem býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt í Legoland. Ferðamálaráð eyjunnar hefur líka góðar upplýsingar á sinni heimasíðu.

Fjand: Við Nissumfjörð er besta ströndin við Bjerghuse ved Fjand. Hér fljúga fuglarnir um loftin og það getur blásið hraustlega á baðgestina. Svalandi vindurinn getur verið kærkominn á heitustu dögunum.

Leigan á kofum er mismunandi eftir gæðum en ódýrasta vikugjaldið er u.þ.b. 2000 danskar krónur á meðan sólarhringurinn kostar frá 350 dönskum. Langflestir leigusalar gera kröfu um að gestirnir mæti með sín eigin sængurföt og handklæði. Það sem upp á vantar í húsinu má nálgast í næstu verslun en það er samt vissara að kanna málið vel áður en kofinn er pantaður.

Hér eru upplýsingar um aðrar kofabyggðir í Danmörku. 

NÝJAR GREINAR: Ferðamenn sniðganga Grikkland
TENGDAR GREINAR: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn og Nýir veitingastaðir í ódýrari kantinum í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark

 

 

 

 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …