Samfélagsmiðlar

Kofasæla á Jótlandi

Á danska fastalandinu er tilvalið að leigja sér kofa í námunda við ströndina, skóginn eða skemmtigarðinn.  

Það þarf ekki að fara langt út fyrir miðbæ Kaupmannahafnar til að finna kofabyggðir þar sem tugir ef ekki hundruðir smárra húsa standa hlið við hlið. Fjöldi þessara sérstöku þorpa í höfuðborginni segir sitt um vinsældir kofanna meðal Dana. Út í hinum dreifðari byggðum eru þessi litlu hús líka í hávegum höfð. Og þau eru líka tilvalin dvalarstaður fyrir ferðamenn sem vilja spara við sig hótelkostnaðinn. Á langflestum tjaldstæðum landsins eru leigðir út kofar, eða hytter eins þeir kallast á dönsku. Í þannig húsi er nóg pláss er fyrir samrýmda vísitölufjölskyldu en ekki mikið meira.

Vesturströnd Jótlands er kjörinn staður fyrir þá sem vilja skipta íslenskri tjaldstæða stemmningu út fyrir danska. Þessi hluti Danmerkur hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldur. Til dæmis góðar sandstrendur og víðfræga skemmtigarða eins og Legoland. Það er því hægt að deila dögunum milli nátturunnar, lystigarða og jósku bæjanna og fá þannig fjölbreytt ferðlag út úr Danmerkurreisunni. Bílaleigubíll er hins vegar forsenda þess að fríið gangi upp því ekki er hægt að treysta á almenningssamgöngur til og frá tjaldstæðum og kofabyggðum.

Það eru helst þessi þrjú svæði á Vestur-Jótlandi sem draga til sín ferðalanga á sumrin: 

Ringkøbing fjörður: Í rúmlega klukkutíma aksturfjarlægð frá Billund flugvelli og Legolandi er einn vinsælasti áfangastaður þeirra Dana sem eru hvað ákafastir í að eyða sumrinu í tjaldi eða kofa. Hér er hægt að velja á milli töluverðs fjölda af kofabyggðum, sjá lista hér.

Rømø: Tíunda stærsta eyja Danmerkur liggur rétt úti fyrir vesturströndinni. Sandstrendurnar liggja allt í kring og það er nóg af hytter til leigu, til dæmis hjá fyrirtækinu Feriepartner sem býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt í Legoland. Ferðamálaráð eyjunnar hefur líka góðar upplýsingar á sinni heimasíðu.

Fjand: Við Nissumfjörð er besta ströndin við Bjerghuse ved Fjand. Hér fljúga fuglarnir um loftin og það getur blásið hraustlega á baðgestina. Svalandi vindurinn getur verið kærkominn á heitustu dögunum.

Leigan á kofum er mismunandi eftir gæðum en ódýrasta vikugjaldið er u.þ.b. 2000 danskar krónur á meðan sólarhringurinn kostar frá 350 dönskum. Langflestir leigusalar gera kröfu um að gestirnir mæti með sín eigin sængurföt og handklæði. Það sem upp á vantar í húsinu má nálgast í næstu verslun en það er samt vissara að kanna málið vel áður en kofinn er pantaður.

Hér eru upplýsingar um aðrar kofabyggðir í Danmörku. 

NÝJAR GREINAR: Ferðamenn sniðganga Grikkland
TENGDAR GREINAR: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn og Nýir veitingastaðir í ódýrari kantinum í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark

 

 

 

 

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …