Lúxus gisting í London á hálfvirði

Fram til 6. júní er hægt að bóka gistingu á nýju fimm stjörnu hóteli í London með 55% afslætti.

Gisting á fimm stjörnu lúxus hóteli í London er á fárra færi. En þegar nóttin kostar innan við þrjátíu þúsund íslenskar (frá 145 pundum) þá er verðið orðið viðráðanlegt fyrir marga. Túristi er alltaf á útkikki eftir góðum tilboðum fyrir ferðamenn í útlöndum og fann gylliboð á heimasíðu CN Traveller.

Þeir sem bóka í gegnum þá síðu gistingu á nýju fimm stjörnu hóteli sem kallast Town Hall fá herbergið með meira en helmings afslætti. Bóka þarf hér fyrir 6. júní og gildir tilboðið fyrir gistingar á þessu ári.

Town Hall er til húsa í fyrrum ráðhúsi Bethnal Green, um tíu mínútna ferð með neðanjarðarlest inn í miðborgina. Á hótelinu er herbergi og íbúðir og allur aðbúnaður er fyrsta flokks og það er því hætt við að gestirnir freistist til að eyða meiri tíma inn á hótelinu en út í bæ.

Smelltu hér til að gera verðsamanburð á gistingu í London

Mynd: Town Hall