Á laugardaginn dregur einkaþjálfarinn Daníel Westling hring á fingur Viktoríu krónprinsessu. Yfir því kætast Svíar þessa dagana og efna til mikillar veislu.
Frá því í síðustu viku hefur staðið yfir skipulögð skemmtidagskrá í sænska höfuðstaðnum og aðgangur að flestum atburðunum er ókeypis. Það er því tilvalið fyrir þá sem eiga erindi til Stokkhólms um helgina að kynna sér dagskrárliðina á sérstakri heimasíðu ferðamálaráðs borgarinnar. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi enda er prógrammið fjölbreytt.
Hátíðarhöldin ná auðvitað hámarki á laugardag og þá má búast við því að það verði víðar kátt en í höllinni.
NÝJAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði
TENGDAR GREINAR: Höll danska krónprinsins öllum opin