Samfélagsmiðlar

Spá methita á Spáni

Þeir sem eru á leið til Spánar ættu að búa sig undir steikjandi hita. Spáin gerir ráð fyrir heitasta sumrinu þar í landi frá aldarmótum.

Það má gera ráð fyrir því að þúsundir Íslendinga séu á leiðinni til Spánar í sumar því landið hefur lengi notið mikillar hylli meðal íslenskra ferðamanna. Hið heita loftslag er ein helsta ástæðan fyrir vinsældunum en hitinn getur þó verið kæfandi á köflum. Í ár er hætt við að hitastigið verði við og við ansi hátt því spænska veðurstofan reiknar með að hitinn í júlí og ágúst verði að meðaltali þremur gráðum hærri en í hefðbundnu ári. Það þýðir að meðalhitinn verður á bilinu 25 til 30 gráður samkvæmt frétt netútgáfu Aftenposten.

Góð sólarvörn, sólhattur og svalt drykkjarvatn er því nauðsynlegt að hafa við höndina við þessar aðstæður. Það er líka gott ráð að fylgja fordæmi heimamanna og leggja sig yfir miðjan daginn eða halda sig í skugganum.

Ef spár spænskra veðurfræðinga ganga eftir má gera ráð fyrir því að önnur lönd við Miðjarðarhafið muni líka fá óvenju stórann skammt af sól á næstunni.

TENGDAR GREINAR: Borg og baðströnd í einni ferðVilja ekki hálfnakta túristaFallegust baðstrendur Evrópu
NÝJAR GREINAR: Djassgeggjun í DanmörkuLappað upp á Kanarí Kreditkortið í hættu á hótelinu


Nýtt efni

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …