Samfélagsmiðlar

Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði

Þau eru óvenjuleg hvert á sinn hátt þessi þrjú gistihús í höfuðborg Bretlands þar sem dvölin kostar ekki meira en á andlausu hóteli.

Hótelherbergi standa ekki alltaf undir væntingum. Allra síst í London. Oft er þar þröngt til veggja og það heyrir til undantekninga ef glugginn snýr ekki í átt að götuporti. Aðdáun Breta á gólfteppum getur líka verið þreytandi.

Það er þó hægt að finna fjöldan allan af huggulegum hótelum í heimsborginni sem ekki eru dýr. Hér eru þrjú sem falla í þann flokk. Þau eiga það líka sammerkt að mikill metnaður hefur verið lagður í útlitið, þjónustuna og aðbúnaðinn þó verðið sé í lægri kantinum.

Shoreditch Rooms

Hótelið er hluti af einkaklúbbi sem fólk úr hinum skapandi stéttum þykir fínt að hampa skirteinum frá. Í húsinu eru barir, veitingastaðir, veislusalir, heilsurækt og meira að segja keilubrautir. Á þakinu er upphituð sundlaug. Gestir hótelsins geta nýtt sér þessa aðstöðu og fengið innsýn inn í heim bresks einkaklúbbs. En hótelið var þar til í maí eingöngu fyrir meðlimi. Herbergin eru innréttuð í frekar látlausum og björtum stíl og maðurinn á bakvið útlitið, Tom Dixon, er ein af skærustu stjörnunum í breskum hönnunarheimi um þessar mundir.

Herbergin eru í þremur stærðarflokkum og þau minnstu og ódýrustu kosta frá 85 pundum á meðan þau stærstu kosta 145 pund. Þeim sem líkar lífið vel á Shoreditch og sjá fram á margar ferðir til London ættu að gerast meðlimir því þá fást betri kjör á gistingunni.

Shoreditch Rooms er á mörkum austurhluta borgarinnar og City fjármálahverfsins. Sjá á korti.

Dean Street Townhouse

Það eru engin tvö herbergi eins á þessu vinsæla hóteli í Soho hverfinu og hér hefur fólk dúllað sér við að velja spegla, púða og gluggatjöld í mismundani litum og útgáfum. Verðið kemur því á óvart því staðsetningin og aðstaðan er virkilega góð. Soho er reyndar frægt partíhverfi og hávaðinn af götunni gæti pirrað einhverja en þá þarf bara að minna sig á að herbergin eru svo sannarlega í ódýrari kantinum. Kosta frá 120 pundum sem er álíka mikið og gistingin kostar á úr sér gengnu keðjuhóteli í nágrenninu.

Á veitingastað hótelsins er aðeins unnið með breskt og írskt hráefni og réttirnir á matseðlinum eru árstíðarbundnir. 

Það virðist vera samdóma álit ferðapressunnar að það hafi tekist einkar vel að skapa heimilislega stemmningu á Dean Street Townhouse. Bæði á hótelinu og veitingastaðnum. Líkt og á Shoreditch Rooms er hægt að gerast meðlimur að hótelinu og fá þannig lægra verð.

Dean Street Townhouse er við Dean Street 69-71. Sjá á korti.

40 winks

Hótel sem aðeins hefur tvö herbergi, þar af annað eins manna, stendur varla undir nafni. En látum skilgreiningar liggja á milli hluta. 40 winks staðsett við mikla umferðargötu í austurhlutanum, götu sem hljómsveitin Pulp samdi lag um og var notað í myndinni Trainspotting. Þeir sem kannst við þá mynd vilja ólíklega feta í fótspor söguhetjanna og það gera þeir svo sannarlega ekki með því að bóka sig inn á 40 winks. Hótelið ber þess merki að þar hefur listamaður fengið að ráða ferðinni og andi Ingvar Kamprad er hvergi nærri. Innanstokksmunirnir minna meira á leikmuni en húsgögn og sumir hlutar hússins eru hlýlegir á meðan aðrir eru drungalegir. 

Á kvöldin er stundum efnt til kvöldvöku og hafa frægir gestir þá kíkt í heimsókn til að hafa ofan af fyrir gestunum. Leikkonana Kristin Scott Thomas sá til dæmis um kvöldlesturinn í setustofunni ekki fyrir svo löngu síðan. 

Fyrir þessa óvenjulegu gistiaðstöðu er greitt nokkuð hóflegt gjald. Nítíu pund fyrir eins manns herbergi og 130 fyrir tveggja manna herbergi.

40 winks er við Miles End 109. Sjá á korti

TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum – New York og Groddalegur íburður í London
NÝJAR GREINAR: Hróskelduhátíðin opnar sundlaug og Hótel án starfsfólks

Myndir: Frá hótelunum sjálfum.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …