Samfélagsmiðlar

Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði

Þau eru óvenjuleg hvert á sinn hátt þessi þrjú gistihús í höfuðborg Bretlands þar sem dvölin kostar ekki meira en á andlausu hóteli.

Hótelherbergi standa ekki alltaf undir væntingum. Allra síst í London. Oft er þar þröngt til veggja og það heyrir til undantekninga ef glugginn snýr ekki í átt að götuporti. Aðdáun Breta á gólfteppum getur líka verið þreytandi.

Það er þó hægt að finna fjöldan allan af huggulegum hótelum í heimsborginni sem ekki eru dýr. Hér eru þrjú sem falla í þann flokk. Þau eiga það líka sammerkt að mikill metnaður hefur verið lagður í útlitið, þjónustuna og aðbúnaðinn þó verðið sé í lægri kantinum.

Shoreditch Rooms

Hótelið er hluti af einkaklúbbi sem fólk úr hinum skapandi stéttum þykir fínt að hampa skirteinum frá. Í húsinu eru barir, veitingastaðir, veislusalir, heilsurækt og meira að segja keilubrautir. Á þakinu er upphituð sundlaug. Gestir hótelsins geta nýtt sér þessa aðstöðu og fengið innsýn inn í heim bresks einkaklúbbs. En hótelið var þar til í maí eingöngu fyrir meðlimi. Herbergin eru innréttuð í frekar látlausum og björtum stíl og maðurinn á bakvið útlitið, Tom Dixon, er ein af skærustu stjörnunum í breskum hönnunarheimi um þessar mundir.

Herbergin eru í þremur stærðarflokkum og þau minnstu og ódýrustu kosta frá 85 pundum á meðan þau stærstu kosta 145 pund. Þeim sem líkar lífið vel á Shoreditch og sjá fram á margar ferðir til London ættu að gerast meðlimir því þá fást betri kjör á gistingunni.

Shoreditch Rooms er á mörkum austurhluta borgarinnar og City fjármálahverfsins. Sjá á korti.

Dean Street Townhouse

Það eru engin tvö herbergi eins á þessu vinsæla hóteli í Soho hverfinu og hér hefur fólk dúllað sér við að velja spegla, púða og gluggatjöld í mismundani litum og útgáfum. Verðið kemur því á óvart því staðsetningin og aðstaðan er virkilega góð. Soho er reyndar frægt partíhverfi og hávaðinn af götunni gæti pirrað einhverja en þá þarf bara að minna sig á að herbergin eru svo sannarlega í ódýrari kantinum. Kosta frá 120 pundum sem er álíka mikið og gistingin kostar á úr sér gengnu keðjuhóteli í nágrenninu.

Á veitingastað hótelsins er aðeins unnið með breskt og írskt hráefni og réttirnir á matseðlinum eru árstíðarbundnir. 

Það virðist vera samdóma álit ferðapressunnar að það hafi tekist einkar vel að skapa heimilislega stemmningu á Dean Street Townhouse. Bæði á hótelinu og veitingastaðnum. Líkt og á Shoreditch Rooms er hægt að gerast meðlimur að hótelinu og fá þannig lægra verð.

Dean Street Townhouse er við Dean Street 69-71. Sjá á korti.

40 winks

Hótel sem aðeins hefur tvö herbergi, þar af annað eins manna, stendur varla undir nafni. En látum skilgreiningar liggja á milli hluta. 40 winks staðsett við mikla umferðargötu í austurhlutanum, götu sem hljómsveitin Pulp samdi lag um og var notað í myndinni Trainspotting. Þeir sem kannst við þá mynd vilja ólíklega feta í fótspor söguhetjanna og það gera þeir svo sannarlega ekki með því að bóka sig inn á 40 winks. Hótelið ber þess merki að þar hefur listamaður fengið að ráða ferðinni og andi Ingvar Kamprad er hvergi nærri. Innanstokksmunirnir minna meira á leikmuni en húsgögn og sumir hlutar hússins eru hlýlegir á meðan aðrir eru drungalegir. 

Á kvöldin er stundum efnt til kvöldvöku og hafa frægir gestir þá kíkt í heimsókn til að hafa ofan af fyrir gestunum. Leikkonana Kristin Scott Thomas sá til dæmis um kvöldlesturinn í setustofunni ekki fyrir svo löngu síðan. 

Fyrir þessa óvenjulegu gistiaðstöðu er greitt nokkuð hóflegt gjald. Nítíu pund fyrir eins manns herbergi og 130 fyrir tveggja manna herbergi.

40 winks er við Miles End 109. Sjá á korti

TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum – New York og Groddalegur íburður í London
NÝJAR GREINAR: Hróskelduhátíðin opnar sundlaug og Hótel án starfsfólks

Myndir: Frá hótelunum sjálfum.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …