Samfélagsmiðlar

Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði

Þau eru óvenjuleg hvert á sinn hátt þessi þrjú gistihús í höfuðborg Bretlands þar sem dvölin kostar ekki meira en á andlausu hóteli.

Hótelherbergi standa ekki alltaf undir væntingum. Allra síst í London. Oft er þar þröngt til veggja og það heyrir til undantekninga ef glugginn snýr ekki í átt að götuporti. Aðdáun Breta á gólfteppum getur líka verið þreytandi.

Það er þó hægt að finna fjöldan allan af huggulegum hótelum í heimsborginni sem ekki eru dýr. Hér eru þrjú sem falla í þann flokk. Þau eiga það líka sammerkt að mikill metnaður hefur verið lagður í útlitið, þjónustuna og aðbúnaðinn þó verðið sé í lægri kantinum.

Shoreditch Rooms

Hótelið er hluti af einkaklúbbi sem fólk úr hinum skapandi stéttum þykir fínt að hampa skirteinum frá. Í húsinu eru barir, veitingastaðir, veislusalir, heilsurækt og meira að segja keilubrautir. Á þakinu er upphituð sundlaug. Gestir hótelsins geta nýtt sér þessa aðstöðu og fengið innsýn inn í heim bresks einkaklúbbs. En hótelið var þar til í maí eingöngu fyrir meðlimi. Herbergin eru innréttuð í frekar látlausum og björtum stíl og maðurinn á bakvið útlitið, Tom Dixon, er ein af skærustu stjörnunum í breskum hönnunarheimi um þessar mundir.

Herbergin eru í þremur stærðarflokkum og þau minnstu og ódýrustu kosta frá 85 pundum á meðan þau stærstu kosta 145 pund. Þeim sem líkar lífið vel á Shoreditch og sjá fram á margar ferðir til London ættu að gerast meðlimir því þá fást betri kjör á gistingunni.

Shoreditch Rooms er á mörkum austurhluta borgarinnar og City fjármálahverfsins. Sjá á korti.

Dean Street Townhouse

Það eru engin tvö herbergi eins á þessu vinsæla hóteli í Soho hverfinu og hér hefur fólk dúllað sér við að velja spegla, púða og gluggatjöld í mismundani litum og útgáfum. Verðið kemur því á óvart því staðsetningin og aðstaðan er virkilega góð. Soho er reyndar frægt partíhverfi og hávaðinn af götunni gæti pirrað einhverja en þá þarf bara að minna sig á að herbergin eru svo sannarlega í ódýrari kantinum. Kosta frá 120 pundum sem er álíka mikið og gistingin kostar á úr sér gengnu keðjuhóteli í nágrenninu.

Á veitingastað hótelsins er aðeins unnið með breskt og írskt hráefni og réttirnir á matseðlinum eru árstíðarbundnir. 

Það virðist vera samdóma álit ferðapressunnar að það hafi tekist einkar vel að skapa heimilislega stemmningu á Dean Street Townhouse. Bæði á hótelinu og veitingastaðnum. Líkt og á Shoreditch Rooms er hægt að gerast meðlimur að hótelinu og fá þannig lægra verð.

Dean Street Townhouse er við Dean Street 69-71. Sjá á korti.

40 winks

Hótel sem aðeins hefur tvö herbergi, þar af annað eins manna, stendur varla undir nafni. En látum skilgreiningar liggja á milli hluta. 40 winks staðsett við mikla umferðargötu í austurhlutanum, götu sem hljómsveitin Pulp samdi lag um og var notað í myndinni Trainspotting. Þeir sem kannst við þá mynd vilja ólíklega feta í fótspor söguhetjanna og það gera þeir svo sannarlega ekki með því að bóka sig inn á 40 winks. Hótelið ber þess merki að þar hefur listamaður fengið að ráða ferðinni og andi Ingvar Kamprad er hvergi nærri. Innanstokksmunirnir minna meira á leikmuni en húsgögn og sumir hlutar hússins eru hlýlegir á meðan aðrir eru drungalegir. 

Á kvöldin er stundum efnt til kvöldvöku og hafa frægir gestir þá kíkt í heimsókn til að hafa ofan af fyrir gestunum. Leikkonana Kristin Scott Thomas sá til dæmis um kvöldlesturinn í setustofunni ekki fyrir svo löngu síðan. 

Fyrir þessa óvenjulegu gistiaðstöðu er greitt nokkuð hóflegt gjald. Nítíu pund fyrir eins manns herbergi og 130 fyrir tveggja manna herbergi.

40 winks er við Miles End 109. Sjá á korti

TENGDAR GREINAR: Einföld gisting í flottum umbúðum – New York og Groddalegur íburður í London
NÝJAR GREINAR: Hróskelduhátíðin opnar sundlaug og Hótel án starfsfólks

Myndir: Frá hótelunum sjálfum.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …