Samfélagsmiðlar

5 bestu Spánarstrendurnar

Skríbentar ferðablaðsins The Sunday Times Travel birtu nýlega lista sinn yfir þær fimm strendurnar á Spáni sem þeim þykir skara framúr.

Hér á landi er áratugahefð fyrir sólarlandarferðum til Spánar og því fjöldi Íslendinga sem hefur marga fjöruna sopið í þessu vinsæla ferðamannalandi. Það eru því líklegt að einhverjir sakna sinna uppáhalds baðstranda á þessum lista The Times yfir bestu Spánarstrendurnar. En hvað með það, hér er listinn:

Cala Mondrago, Mallorca

Þeir sem leið eiga framhjá þessari strönd í suðausturhluta sólareyjunnar víðfrægu geta ólíklega staðist freistinguna að stinga fæti niður í hvítan sandinn og kæla sig í tærum sjónum. Fyrri ströndin kallast Fonts de n´Alis og hún nýtur mestra vinsælda. Þeir sem kjósa heldur fámennið geta gengið í átt að S´Amarador ströndinni þar sem fáir eru á ferð, jafnvel í ágúst þegar Mallorca er stútfull af túristum.

La Barrossa, Cadiz

Landsins bestu strandverðir passa upp á að gestirnir fari sér ekki á voða í ölduganginum við þessa fjölskylduvænu fjöru á hinni vindasömu suðurströnd Pýreneaskaga. Það er nóg pláss fyrir þá sem vilja liggja og lesa í sólinni og líka hina sem komnir eru til að hlusta á teknó um miðjan dag því La Barrossa er átta kílómetrar að lengd. Ólíkir hópar þurfa því ekki að taka tillit til hvors annars.

 

Barceloneta, Barcelona

Barceloneta hverfið er í um það bil korters göngufjarlægð frá miðbæ Barcelona. Þar er að finna baðstrendur sem blaðamenn The Times telja óhikað vera meðal þeirra betri jafnvel þó það séu híbýli milljóna manna hinum megin við pálmatréin. Úrval góðra veitingastaða er auðvitað framúrskarandi á þessum slóðum enda eru veitingamenn í Barcelona þekktir fyrir að standa fyllilega undir kröfum sælkera.

TENGDAR GREINAR: Barcelona bragðast beturVegvísir fyrir Barcelona

 

La Concha, San Sebastian

Glysgjarnir Spánverjar spássera um strandgötuna í San Sebastian í baðfötum sem eru vel merkt heimsþekktum tískuvöruframleiðendum. Einu sinni á ári fyllist svo bærinn og La Concha ströndin af Hollywood stjörnum þegar hin árlega kvikmyndahátíð borgarinnar er haldin. Reyndar ættu sólböð að mæta afgangi hjá ferðafólki í San Sebastian enda er hún eitt höfuðvígi pintxosins, basknesku útgáfunnar af tapas. 

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti Baska

 

Cala D’Aiguafreda, Katalóníu

Strandarsandur getur verið pirrandi fyrirbæri sérstaklega ef engin sturta er við strandlengjuna. Við Cala D´Aiguafreda er hins vegar óþarfi að leita að sturtu því þar flatmagar fólk á klöppunum sem við liggja við sjóinn. Skógurinn allt í kring veitir gott skjól fyrir vindum sem er ekki endilega kostur því þá getur hitinn orðið ansi mikill. En svalur sjórinn er þá innan seilingar og samkvæmt The Times er hann tær eins og Bombay Saphire gin.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi

 

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …