Samfélagsmiðlar

5 bestu Spánarstrendurnar

Skríbentar ferðablaðsins The Sunday Times Travel birtu nýlega lista sinn yfir þær fimm strendurnar á Spáni sem þeim þykir skara framúr.

Hér á landi er áratugahefð fyrir sólarlandarferðum til Spánar og því fjöldi Íslendinga sem hefur marga fjöruna sopið í þessu vinsæla ferðamannalandi. Það eru því líklegt að einhverjir sakna sinna uppáhalds baðstranda á þessum lista The Times yfir bestu Spánarstrendurnar. En hvað með það, hér er listinn:

Cala Mondrago, Mallorca

Þeir sem leið eiga framhjá þessari strönd í suðausturhluta sólareyjunnar víðfrægu geta ólíklega staðist freistinguna að stinga fæti niður í hvítan sandinn og kæla sig í tærum sjónum. Fyrri ströndin kallast Fonts de n´Alis og hún nýtur mestra vinsælda. Þeir sem kjósa heldur fámennið geta gengið í átt að S´Amarador ströndinni þar sem fáir eru á ferð, jafnvel í ágúst þegar Mallorca er stútfull af túristum.

La Barrossa, Cadiz

Landsins bestu strandverðir passa upp á að gestirnir fari sér ekki á voða í ölduganginum við þessa fjölskylduvænu fjöru á hinni vindasömu suðurströnd Pýreneaskaga. Það er nóg pláss fyrir þá sem vilja liggja og lesa í sólinni og líka hina sem komnir eru til að hlusta á teknó um miðjan dag því La Barrossa er átta kílómetrar að lengd. Ólíkir hópar þurfa því ekki að taka tillit til hvors annars.

 

Barceloneta, Barcelona

Barceloneta hverfið er í um það bil korters göngufjarlægð frá miðbæ Barcelona. Þar er að finna baðstrendur sem blaðamenn The Times telja óhikað vera meðal þeirra betri jafnvel þó það séu híbýli milljóna manna hinum megin við pálmatréin. Úrval góðra veitingastaða er auðvitað framúrskarandi á þessum slóðum enda eru veitingamenn í Barcelona þekktir fyrir að standa fyllilega undir kröfum sælkera.

TENGDAR GREINAR: Barcelona bragðast beturVegvísir fyrir Barcelona

 

La Concha, San Sebastian

Glysgjarnir Spánverjar spássera um strandgötuna í San Sebastian í baðfötum sem eru vel merkt heimsþekktum tískuvöruframleiðendum. Einu sinni á ári fyllist svo bærinn og La Concha ströndin af Hollywood stjörnum þegar hin árlega kvikmyndahátíð borgarinnar er haldin. Reyndar ættu sólböð að mæta afgangi hjá ferðafólki í San Sebastian enda er hún eitt höfuðvígi pintxosins, basknesku útgáfunnar af tapas. 

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti Baska

 

Cala D’Aiguafreda, Katalóníu

Strandarsandur getur verið pirrandi fyrirbæri sérstaklega ef engin sturta er við strandlengjuna. Við Cala D´Aiguafreda er hins vegar óþarfi að leita að sturtu því þar flatmagar fólk á klöppunum sem við liggja við sjóinn. Skógurinn allt í kring veitir gott skjól fyrir vindum sem er ekki endilega kostur því þá getur hitinn orðið ansi mikill. En svalur sjórinn er þá innan seilingar og samkvæmt The Times er hann tær eins og Bombay Saphire gin.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi

 

Nýtt efni

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …