Samfélagsmiðlar

5 bestu Spánarstrendurnar

Skríbentar ferðablaðsins The Sunday Times Travel birtu nýlega lista sinn yfir þær fimm strendurnar á Spáni sem þeim þykir skara framúr.

Hér á landi er áratugahefð fyrir sólarlandarferðum til Spánar og því fjöldi Íslendinga sem hefur marga fjöruna sopið í þessu vinsæla ferðamannalandi. Það eru því líklegt að einhverjir sakna sinna uppáhalds baðstranda á þessum lista The Times yfir bestu Spánarstrendurnar. En hvað með það, hér er listinn:

Cala Mondrago, Mallorca

Þeir sem leið eiga framhjá þessari strönd í suðausturhluta sólareyjunnar víðfrægu geta ólíklega staðist freistinguna að stinga fæti niður í hvítan sandinn og kæla sig í tærum sjónum. Fyrri ströndin kallast Fonts de n´Alis og hún nýtur mestra vinsælda. Þeir sem kjósa heldur fámennið geta gengið í átt að S´Amarador ströndinni þar sem fáir eru á ferð, jafnvel í ágúst þegar Mallorca er stútfull af túristum.

La Barrossa, Cadiz

Landsins bestu strandverðir passa upp á að gestirnir fari sér ekki á voða í ölduganginum við þessa fjölskylduvænu fjöru á hinni vindasömu suðurströnd Pýreneaskaga. Það er nóg pláss fyrir þá sem vilja liggja og lesa í sólinni og líka hina sem komnir eru til að hlusta á teknó um miðjan dag því La Barrossa er átta kílómetrar að lengd. Ólíkir hópar þurfa því ekki að taka tillit til hvors annars.

 

Barceloneta, Barcelona

Barceloneta hverfið er í um það bil korters göngufjarlægð frá miðbæ Barcelona. Þar er að finna baðstrendur sem blaðamenn The Times telja óhikað vera meðal þeirra betri jafnvel þó það séu híbýli milljóna manna hinum megin við pálmatréin. Úrval góðra veitingastaða er auðvitað framúrskarandi á þessum slóðum enda eru veitingamenn í Barcelona þekktir fyrir að standa fyllilega undir kröfum sælkera.

TENGDAR GREINAR: Barcelona bragðast beturVegvísir fyrir Barcelona

 

La Concha, San Sebastian

Glysgjarnir Spánverjar spássera um strandgötuna í San Sebastian í baðfötum sem eru vel merkt heimsþekktum tískuvöruframleiðendum. Einu sinni á ári fyllist svo bærinn og La Concha ströndin af Hollywood stjörnum þegar hin árlega kvikmyndahátíð borgarinnar er haldin. Reyndar ættu sólböð að mæta afgangi hjá ferðafólki í San Sebastian enda er hún eitt höfuðvígi pintxosins, basknesku útgáfunnar af tapas. 

TENGDAR GREINAR: Smáréttasvall að hætti Baska

 

Cala D’Aiguafreda, Katalóníu

Strandarsandur getur verið pirrandi fyrirbæri sérstaklega ef engin sturta er við strandlengjuna. Við Cala D´Aiguafreda er hins vegar óþarfi að leita að sturtu því þar flatmagar fólk á klöppunum sem við liggja við sjóinn. Skógurinn allt í kring veitir gott skjól fyrir vindum sem er ekki endilega kostur því þá getur hitinn orðið ansi mikill. En svalur sjórinn er þá innan seilingar og samkvæmt The Times er hann tær eins og Bombay Saphire gin.

NÝJAR GREINAR: Hótel frá náttúrunnar hendi

 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …