Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM

Ferðaskrifstofur í Englandi þéna aukalega eina milljón punda á dag vegna lélegs árangurs enska landsliðsins á HM að mati dagblaðsins Telegraph.

Ferðagleði Englendinga var í sumarbyrjun í algjöru lágmarki, meðal annars vegna verkfalla hjá British Airways og ástandsins sem askan úr Eyjafjallajökli olli. En nú er stemmningin önnur og er ástæðan helst rakin til ófaranna á HM. Forsvarsmenn þeirra ferðaskrifstofa, flugfélaga og netbókunarfyrirtækja sem rætt er við í frétt blaðsins eru nefnilega allir sammála um að áhugi fólks á að komast í frí til útlanda hafi stóraukist sama dag og Englendingar féllu úr leik. Það sýna meðal annars tölur um heimsóknarfjölda á heimasíður þessara fyrirtækja. En dæmi eru um að þeim hafi fjölgað um allt að helming í síðustu viku samanborði við vikuna þar á undan þegar Englendingar voru ennþá með á mótinu.

Styrking breska pundsins í samanburði við evruna að undanförnu er líka talin hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.

Það eru helst ferðalög í sólina í S-Evrópu sem heilla stuðningsmenn enska landsliðsins samkvæmt frétti Telegraph. 

NÝJAR GREINAR: Góðar nektarstrendur við MiðjarðarhafiðMenn drekka og konur stunda kynlíf í fríinu

Mynd: Wikicommons