Samfélagsmiðlar

Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM

Ferðaskrifstofur í Englandi þéna aukalega eina milljón punda á dag vegna lélegs árangurs enska landsliðsins á HM að mati dagblaðsins Telegraph.

Ferðagleði Englendinga var í sumarbyrjun í algjöru lágmarki, meðal annars vegna verkfalla hjá British Airways og ástandsins sem askan úr Eyjafjallajökli olli. En nú er stemmningin önnur og er ástæðan helst rakin til ófaranna á HM. Forsvarsmenn þeirra ferðaskrifstofa, flugfélaga og netbókunarfyrirtækja sem rætt er við í frétt blaðsins eru nefnilega allir sammála um að áhugi fólks á að komast í frí til útlanda hafi stóraukist sama dag og Englendingar féllu úr leik. Það sýna meðal annars tölur um heimsóknarfjölda á heimasíður þessara fyrirtækja. En dæmi eru um að þeim hafi fjölgað um allt að helming í síðustu viku samanborði við vikuna þar á undan þegar Englendingar voru ennþá með á mótinu.

Styrking breska pundsins í samanburði við evruna að undanförnu er líka talin hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.

Það eru helst ferðalög í sólina í S-Evrópu sem heilla stuðningsmenn enska landsliðsins samkvæmt frétti Telegraph. 

NÝJAR GREINAR: Góðar nektarstrendur við MiðjarðarhafiðMenn drekka og konur stunda kynlíf í fríinu

Mynd: Wikicommons

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …