Bestu strendur Skandinavíu að mati heimamanna

Frændþjóðirnar búa það vel að geta eytt góðviðrisdögum á fallegum sandströndum. Hér eru þær strendur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sem þykja bestar að mati íbúanna.

Lesendur Dagens Nyheter í Svíþjóð, Berlingske Tidende í Danmörku og Bergens Tidende í Noregi hafa síðustu vikur kosið um hvaða strönd er best í viðkomandi landi. Niðurstöðurnar liggja fyrir og hér eru þær baðstrendur sem þykja frambærilegastar í Skandinavíu.

Sandhammaren – Svíþjóð

Við suðausturströndina, stutta vegalengd frá bænum Ystad, er besta baðströnd Svíþjóðar að mati lesenda Dagens Nyheter. Strandlengjan er 12 kílómetrar að lengd og þakin hvítum sandi. Sjórinn er þó ekki eins heitur og fólk á að venjast við Spánarstrendur en hann er engu að síður notalegur. Sérstaklega á heitustu dögunum. Þeir sem hyggja á strandferð á Sandhammaren ættu að taka með sér nesti því á staðnum er aðeins sjoppa sem takmarkað úrval. 

Varamon í Motala varð í öðru sæti í valinu um bestu sænsku baðströndina og Sudersand á Fårö í því þriðja.

Sjá staðsetningu á korti.

Refviksanden við Vågsøy – Noregur

Miðja vegu milli Álasunds og Bergen á vestasta hluta Noregs er baðströndin Refvik sem fékk flest atkvæði í kjörinu um bestu strendur Noregs. Sjávarhiti á þessum slóðum er því ekki hár. Á þessum slóðum eru ekki margir ferðamenn enda tekur nokkra klukkutíma að keyra frá flugvellinum í Bergen. Af öðrum ströndum sem komast á lista þeirra tíu bestu í Noregi má nefna Orrestrand við Stavanger og Bystranden við Kristianstad.

Sjá staðsetningu Refvikanden á korti.

Hvide sande – Danmörk

Þessi fjörtíu kílómetra langa strandlengja stendur svo sannarlega undir nafni því hvítur sandurinn þekur hana alla. Hafgolan getur verið nokkuð sterk á þessum slóðum og seglbretti eru því áberandi út i fyrir ströndinni. Eins og gefur að skilja er nóg pláss fyrir alla í sjávarmálinu jafnvel þó þetta svæði við vesturströnd Jótlands njóti mikilla vinsælda. Hvide Sande er líka nafn á bæ sem stendur við sjóinn og þangað er hægt að sækja alla þjónustu.

TENGDAR GREINAR: Kofasæla á Jótlandi

Bisnap strand á N-Jótlandi og Amager strand í Kaupmannahöfn urðu í öðru og þriðja sæti í vali Berlingske Tidende.

TENGDAR GREINAR: Sjá og gera í Kaupmannahöfn

Sjá staðsetningu Hvide sande á korti

NÝJAR GREINAR: Vilja skattleggja ferðamennLestarferðalag aftur í tímann
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendu Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn

Myndir:  pahi78 (Creative Commons), Stryn & Nordfjord AS og Visit Denmark