Samfélagsmiðlar

Bestu strendur Skandinavíu að mati heimamanna

Frændþjóðirnar búa það vel að geta eytt góðviðrisdögum á fallegum sandströndum. Hér eru þær strendur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sem þykja bestar að mati íbúanna.

Lesendur Dagens Nyheter í Svíþjóð, Berlingske Tidende í Danmörku og Bergens Tidende í Noregi hafa síðustu vikur kosið um hvaða strönd er best í viðkomandi landi. Niðurstöðurnar liggja fyrir og hér eru þær baðstrendur sem þykja frambærilegastar í Skandinavíu.

Sandhammaren – Svíþjóð

Við suðausturströndina, stutta vegalengd frá bænum Ystad, er besta baðströnd Svíþjóðar að mati lesenda Dagens Nyheter. Strandlengjan er 12 kílómetrar að lengd og þakin hvítum sandi. Sjórinn er þó ekki eins heitur og fólk á að venjast við Spánarstrendur en hann er engu að síður notalegur. Sérstaklega á heitustu dögunum. Þeir sem hyggja á strandferð á Sandhammaren ættu að taka með sér nesti því á staðnum er aðeins sjoppa sem takmarkað úrval. 

Varamon í Motala varð í öðru sæti í valinu um bestu sænsku baðströndina og Sudersand á Fårö í því þriðja.

Sjá staðsetningu á korti.

Refviksanden við Vågsøy – Noregur

Miðja vegu milli Álasunds og Bergen á vestasta hluta Noregs er baðströndin Refvik sem fékk flest atkvæði í kjörinu um bestu strendur Noregs. Sjávarhiti á þessum slóðum er því ekki hár. Á þessum slóðum eru ekki margir ferðamenn enda tekur nokkra klukkutíma að keyra frá flugvellinum í Bergen. Af öðrum ströndum sem komast á lista þeirra tíu bestu í Noregi má nefna Orrestrand við Stavanger og Bystranden við Kristianstad.

Sjá staðsetningu Refvikanden á korti.

Hvide sande – Danmörk

Þessi fjörtíu kílómetra langa strandlengja stendur svo sannarlega undir nafni því hvítur sandurinn þekur hana alla. Hafgolan getur verið nokkuð sterk á þessum slóðum og seglbretti eru því áberandi út i fyrir ströndinni. Eins og gefur að skilja er nóg pláss fyrir alla í sjávarmálinu jafnvel þó þetta svæði við vesturströnd Jótlands njóti mikilla vinsælda. Hvide Sande er líka nafn á bæ sem stendur við sjóinn og þangað er hægt að sækja alla þjónustu.

TENGDAR GREINAR: Kofasæla á Jótlandi

Bisnap strand á N-Jótlandi og Amager strand í Kaupmannahöfn urðu í öðru og þriðja sæti í vali Berlingske Tidende.

TENGDAR GREINAR: Sjá og gera í Kaupmannahöfn

Sjá staðsetningu Hvide sande á korti

NÝJAR GREINAR: Vilja skattleggja ferðamennLestarferðalag aftur í tímann
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendu Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn

Myndir:  pahi78 (Creative Commons), Stryn & Nordfjord AS og Visit Denmark

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …