Flestir fara í Tívolí

Hið eina sanna Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í Danmörku sem laðar að flesta gesti. Vinsældir danska ríkislistasafnsins hafa stóraukist frá fyrra ári.

Þrátt fyrir að gestum Tívolí hafi fækkað á milli ára þá trónir þessi sígildi skemmtigarður ennþá á toppi listans yfir vinsælustu ferðamannastaðina í Danmörku. Bakken á Sjálandi er í öðru sæti og Legoland við Billund á Jótlandi er í því þriðja. En skemmtigarðar eru áberandi á listanum yfir þá staði sem mestrar hylli njóta.

Aðsókn í listasöfn landsins drógst í flestum tilvikum saman á síðasta ári nema hjá danska ríkislistasafninu en þar fjölgaði gestum um fjórðung á síðasta ári samkvæmt frétt BT. Ein helsta ástæðan fyrir þessari aukningu er sú að nú þarf ekki lengur að greiða fyrir aðgang að stærsta hluta safnins.

TENGDAR GREINAR: Sjá og gera í Kaupmannahöfn
NÝJAR GREINAR: Bestu strendur Skandinavíu að mati heimamanna
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

Mynd: Tivoli