Samfélagsmiðlar

Huggulega höfuðborgin

Það býður sennilega engin önnur höfuðborg í Evrópu upp á jafn afslappaða stemningu og sú slóvenska. 

Ljubljana stendur fyllilega undir öllum fagurgalanum um hversu glæsileg hún er. Gamla byggðin samanstendur af klassískum byggingum frá barokk tímanum og upphafi síðustu aldar og nýleg mannvirki eru fá. Klisjan um að tíminn hafi staðið í stað á því ágætlega við þegar borginni er lýst. Toppurinn á öllu saman er svo kastalinn sem stendur á hárri hæð í borgarmiðjunni. Kannski ekki mikilfenglegasti kastali álfunnar en nógu glæsilegur til að draga að fjölda ferðamanna. Leiðin þangað upp liggur í gegnum fallegar götur og nokkuð brattan stíg sem er þó flestum fær. Útsýnið ofan af hæðinni svíkur ekki.

Kertalýsing við árbakkann

Annar miðpunktur er Presernov torgið við Þreföldu brúnna svokölluðu sem liggur yfir Ljubljanica ána. Torgið er fínn upphafsreitur á rölti á milli þeirra sérverslana og veitingastaða sem standa við árbakkann og í hliðargötunum.

Það er úr miklum fjölda matsölustaða að velja á þessu svæði en óhætt er að mæla með lókal stöðunum. Réttirnir sem þar eru á boðstólum eru oftar en ekki upprunalega frá nágrannaríkjunum en hafa verið lagaðir að smekk heimamanna. Það er því hægt að fá fínustu pastarétti og líka vel steikt svín með súrkáli sem bragðast ekki síður vel en vestan og norðan megin við landamærin. Með matnum eru svo drukkin slóvensk vín enda kjósa íbúarnir miklu frekar léttvín en bjór.

Á kvöldin skapast góð stemning við árbakkann þegar kertaljós loga á útiborðum veitingahúsanna og fjöldi fólks situr að snæðingi. Akkúrat á þeirri stundu er Ljubljana í essinu sínu.

Bílar bannaðir

Eitt af því fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er inn í miðborg Ljubljana er hversu bílaumferðin er lítil. Og reyndar er það svo að í stórum hluta hennar eru bílar hreinlega bannaðir. Mannfjöldinn og Ljubljanica-áin sem rennur í gegnum borgina skapa því hljóðmúrinn en ekki vélapúst og bílflaut. Þetta mættu fleiri borgir taka upp eftir Slóvenum því það er ekki að sjá að bílabannið fæli fólk frá. Matarmarkaður borgarbúa blómstrar til dæmis við árbakann jafnvel þó bílastæði séu fá og fólk þurfi að halda á vörunum töluverðan spotta. Á markaðinum geta túristar líka náð sér í ódýran matarbita og sest svo á bekk og virt fyrir sér mannlífið.  

Ljubljana er engin stórborg enda búa þar aðeins tvö hundruð og áttatíu þúsund manns. Hún þekur heldur ekki stórt svæði og það er því hægðarleikur að rölta á milli markverðustu staðanna og stoppa við og við til að njóta þess sem veitingafólkið hefur upp á að bjóða. Þægilegri ramma er vart hægt að hugsa sér fyrir helgarferð þar sem markmiðið er að sjá eitthvað nýtt, borða vel og slappa af.

NÝJAR GREINAR: Fríið bætir fjölskyldulífiðBestu strendur Skandinavíu
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

Mynd af Þreföldu brúnni: www.slovenia.info; Ljósmyndari: T. Reisner

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …