Samfélagsmiðlar

Lestarferðalag aftur í tímann

El Expreso de la Robla er ný lest í gömlum búningi sem keyrir á sögufrægu spori milli Bilbao og Leon í norðurhluta Spánar.

Lestir eru framandi ferðamáti fyrir okkur flest hér á landi. Og sennilega eru þeir ekki ýkja margir Íslendingarnir sem lagst hafa í löng lestarferðalög.  Á Spáni njóta þess háttar reisur vinsælda og El Expreso de la Robla er góður kostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt án þess þó að kosta of miklu til. Túristi gerði sér far með lestinni nýverið.

Fyrir unnendur Spánar

Þeir sem fá far með El Expreso de la Robla hafa um leið skráð sig í fjögurra daga skoðunarferð um héruð sem áður voru ein helstu námuvinnslusvæði Spánar. Ferðalagið byrjar og endar í Bilbao en þaðan er keyrt í vestur til borgarinnar Leon og svo tilbaka. Á leiðinni er stoppað á litlum lestarstöðvum þaðan sem farið er í stutta túra út í sveitirnar. Farþegarnir snúa svo tilbaka til lestarinnar margs fróðari um námuvinnslu, uppstoppuð dýr, Rolls Royce bíla, dropahella og gerð baskahúfa. Fjölbreytnin er því töluverð en rauði þráðurinn enginn. Óhætt er að segja að þetta sé ferðalag fyrir þá sem hafa margsinnis ferðast um Spán en eiga eftir að kynna sér þennan hluta landsins eða vilja krydda ferðalagið til Bilbao.

TENGT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska

Þægilega gamaldags

Farþegavagnar El Expreso de la Robla eru innréttaðir í anda millistríðsáranna og um borð er reynt að endurvekja þá stemmningu sem ríkti í fínni farþegalestum á blómatíma þeirra á fyrri hluta síðustu aldar. Fínt klæddir þjónar bera fram drykki á silfurbökkum til farþegana sem sitja við dúkalögð borð eða  í leðursófum og njóta útsýnisins út um gluggann. Daðrið við fortíðina nær þó ekki mikið lengra því í svefnvögnunum eru allir klefarnir útbúnir ágætustu baðherbergjum og skoðunarferðirnar eru farnar í nýmóðins rútum. Og að sjálfsögðu er hægt að komast á internetið hvenær sem er.  

Ekkert léttmeti

Spánverjar eru mikil matarþjóð og farþegar El Expreso de la Robla fá góða sýn á matarkúltúr svæðisins. Máltíðirnar samanstanda nefnilega eingöngu af réttum sem eiga sér ríka hefð í norðrinu. Þar hefur fólk lengi vanist því að vinna við erfið skilyrði og kulda og því eru réttirnir ekkert megrunarfæði heldur kraftmiklir pottréttir og spikaðar súpur. Það snýr því enginn svangur úr ferðinni, svo mikið er

Ferðalag með El Expreso de la Robla kostar frá 595 evrum sem samsvarar um nítíu og fimm þúsund íslenskum krónum. Innifalið eru þrjár máltíðir á dag, skoðunarferðir og að sjálfsögðu gistingin um borð í lestinni. Á heimasíðu lestarfyrirtækisins FEVE má fá nánari upplýsingar um ferðina.

NÝJAR GREINAR: Aukin ferðagleði í kjölfar taps á HM


Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …